Fótbolti

Lars fylgist grannt með ís­lenska lands­liðinu

Aron Guðmundsson skrifar
Lars kom íslenska karlalandsliðinu á stórmót í fyrsta sinn í sögunni. Á EM 2016 komst íslenska landsliðið alla leið í 8-liða úrslit mótsins. 
Lars kom íslenska karlalandsliðinu á stórmót í fyrsta sinn í sögunni. Á EM 2016 komst íslenska landsliðið alla leið í 8-liða úrslit mótsins. 

Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands í fót­bolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Ís­lenska lands­liðið hefur gengið í gegnum brös­ótta tíma í ár. Þjálfara­skipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðars­sonar.

Ís­landi tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs í gegnum undan­keppnina en eygir mögu­leika á EM sæti í gegnum um­spil Þjóða­deildarinnar þar sem liðið á leik gegn Ísrael í undan­úr­slitum í mars á næsta ári.

Lars náði á sínum tíma glæsi­legum árangri sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands og þó svo að hann sé farinn af landi brott missir hann varla úr leik hjá ís­lenska lands­liðinu undir stjórn Hareide sem hann þekkir vel.

„Að ein­hverju leiti til má segja að það hafi verið auð­velt fyrir hann að taka við starfinu því að það hafði ekki verið að ganga vel hjá ís­lenska lands­liðinu undir stjórn þjálfarans á undan honum. Ís­lenska lands­liðið hefur kannski verið í svipuðum sporum og það sænska. Nokkrir af reyndari leik­mönnunum eru ekki lengur til staðar.“

„Ég hef verið að fylgjast með gangi mála hjá ís­lenska lands­liðinu. Sé vel flesta leiki liðsins í sjón­varpinu. Liðið hefur þurft að fóta sig í fjar­veru Gylfa Þórs sem er nú að koma aftur, Aron Einar hefur einnig verið fjar­verandi og svo nefni ég sem dæmi Kol­bein Sig­þórs­son sem er ekki lengur að spila. Þessir leik­menn mynduðu hryggjar­stykkið hjá mér með ís­lenska lands­liðið á­samt öðrum leik­mönnum.“

Hareide sé að stórum hluta til nú með ungt og reynslu­lítið lands­lið í höndunum.

„Þar er að finna nokkra spennandi sóknar­þenkjandi leik­menn en það sama er kannski ekki hægt að segja um varnar­hlut­verkin, hugsa ég, en hef nú ekki rætt við Hareide um það. Á­skorunin fyrir hann er að finna þetta jafn­vægi milli varnar og sóknar í liðinu. Ég tel það mikil­vægan þátt í þessu, sér í lagi þegar Ís­land er að spila á móti stærri liðum.

Maður getur ekki lagt stóru þjóðirnar að velli með því að spila á þeirra for­sendum. Ís­lenska lands­liðið verður að fara sínar eigin leið og um leið búa yfir þessu jafn­vægi sem og góðu skipu­lagi. Þetta hafa verið krefjandi tímar fyrir þetta unga lið en vonandi mun það geta slegið frá sér og komist aftur á sigur­braut.“

„Mögu­leikinn á EM-sætinu er enn til staðar en liðið er að fara mæta erfiðum and­stæðingum í um­spilinu. Þetta verður því erfitt en vonandi verða leik­menn eins og Aron Einar og Gylfi Þór 100%. Það myndi gefa liðinu mikið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×