Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“

Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum smá tíma“

Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Dol­fallinn yfir gosinu í 60 Minu­tes

Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar.

Erlent
Fréttamynd

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

Innlent
Fréttamynd

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið komið yfir ný­lagðan ljós­leiðara

Ljós­leiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnar­garðinn á gos­stöðvunum síðasta þriðju­dag til að mæla á­hrif hraun­rennslis á ljós­leiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur á­fram mun hraun á endanum renna niður að Suður­stranda­vegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljós­leiðara Mílu sem hring­tengir Reykja­nesið.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­­garðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs

Þó að varnar­­garðarnir á gos­­stöðvunum reynist gagns­lausir í bar­áttunni við að halda hrauninu frá inn­viðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafns­dóttir, um­­hverfis- og byggingar­­verk­­fræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnar­­garðanna, að reynslan af verk­efninu verði gífur­­lega gagn­­leg í fram­­tíðinni ef eld­­stöðvar á Reykja­nesi hafa vaknað til lífsins.

Innlent
Fréttamynd

Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli

Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna.

Innlent
Fréttamynd

Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu.

Innlent
Fréttamynd

Náttúruspjöll við Geldingadali

Eldgos eru einhverjar alstórfenglegustu náttúruhamfarir sem verða á jörðinni. Íslendingar hafa frá upphafi byggðar þurft að takast á við þessi öfl náttúrunnar, og oft á tíðum orðið fyrir miklum búsifjum af völdum jarðelda. Síðari ár höfum við þó einnig notið fegurðar þeirra og margbreytileika.

Skoðun
Fréttamynd

Guðni á gos­stöðvunum: „Ó­lýsan­leg og ó­gleyman­leg stund“

„Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný.

Lífið
Fréttamynd

Hraun­rennslið ó­breytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir

Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan.

Innlent
Fréttamynd

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum

Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana

Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi.

Innlent