Vaktin: Reykjanesið skelfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2022 10:22 Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesi. Vísir/RAX Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40