Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. Innlent 17.7.2025 20:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Innlent 17.7.2025 16:20
Gosið lifir enn og mengun norður í landi Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða. Innlent 17.7.2025 16:16
Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Mengun frá eldgosinu sem stendur yfir á Reykjanesskaga hefur náð alla leið til Vestfjarða og hugsanlega líka í Skagafjörð. Myndir þaðan sýna hvernig dökkblátt mengunarský vofir yfir landslaginu. Innlent 16. júlí 2025 22:47
Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. Golf 16. júlí 2025 19:18
Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Innlent 16. júlí 2025 14:41
Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Skoðun 16. júlí 2025 13:32
Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. Innlent 16. júlí 2025 13:27
Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. Golf 16. júlí 2025 13:25
Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. Innlent 16. júlí 2025 11:43
Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Innlent 16. júlí 2025 11:31
Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16. júlí 2025 10:19
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golfklúbbur Grindavíkur hefur sent frá sér stutt skilaboð vegna stórfrétta dagsins á Reykjanesinu. Golf 16. júlí 2025 08:34
Fallegt og ekkert smágos Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. Innlent 16. júlí 2025 06:39
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. Innlent 16. júlí 2025 01:22
Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 15. júlí 2025 15:47
Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Skoðun 9. júlí 2025 15:00
Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8. júlí 2025 11:22
Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Innlent 1. júlí 2025 13:00
Grindavík sigursæl erlendis Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. Bíó og sjónvarp 30. júní 2025 17:02
„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Innlent 28. júní 2025 23:19
Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Innlent 28. júní 2025 14:51
Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauðfé í Grindavík Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu. Innlent 24. júní 2025 10:58
Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Innlent 19. júní 2025 12:25