Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump ógn við lýðræðið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Trump og tveimur börnum hans stefnt

Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin

Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden.

Erlent
Fréttamynd

Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps

Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs.

Erlent
Fréttamynd

Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana

Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar.

Erlent
Fréttamynd

Biden segist reiður yfir sýknu Ritten­hou­se

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump

Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bann­on gefur sig fram við lög­reglu

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð.

Erlent
Fréttamynd

Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin

Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn vilja ákæra Bannon

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna.

Erlent
Fréttamynd

Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn

Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Þverpólitísk sátt um ávítur á hendur Bannon

Nefnd þingmanna úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem rannsakar uppþotið og árásina á þinghúsið í Washington í janúar hefur úrskurðað samhljóða að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Dondalds Trump fyrrverandi forseta, hafi gerst sekur um að sýna þinginu óvirðingu.

Erlent