Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast

Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið.

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum

Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið”

Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér.

Innlent
Fréttamynd

Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap

Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman

Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungur ekkill og fjögur börn fá 35 milljónir í bætur vegna læknamistaka

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær kvensjúkdómalækni og tryggingafélagið VÍS til að greiða manni og fjórum börnum hans rúmar 35 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka. Eiginkona mannsins og móðir barnanna lést úr leghálskrabbameini árið 2017 en dómurinn taldi lækninn hafa sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ við eftirfylgni á konunni, sem kom til skoðunar hjá lækninum í mars 2015 en greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Allir búnir að gleyma ofbeldismáli í Eyjum

Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa veist að tveimur konum á heimili þeirra í Heimaey árið 2018. Konurnar lýstu báðar líkamsárás af hálfu karlmannsins á vettvangi og hjá lögreglu umrædda nótt. Sömuleiðis ýtti framburður karlmanns sem mætti á vettvang undir að karlmaðurinn hefði ráðist á konurnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg

Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila.

Innlent
Fréttamynd

Þekkti ekki dómaframkvæmd

Jón Steinar Gunnlaugsson ber saman meiðyrðamál hans á hendur Þorvaldi Gylfasyni og mál Benedikts Bogasonar á hendur honum sjálfum. Og kemst að þeirri niðurstöðu að Benedikt hafi vaðið áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Áttu rétt?

Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­réttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í and­litið

Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn börnum í Austurbæjarskóla

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 2. september 2019 farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík og brotið gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegið í dag. Þinghald í málinu er lokað.

Innlent