Strætó gert að greiða starfsmanni milljónir eftir deilur um starfslok Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 14:00 Konan hafði starfað hjá þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Strætó til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 2,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna deilna sem tengjast starfslokum konunnar hjá byggðasamlaginu í árslok 2020. Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað. Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað.
Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira