Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2022 19:22 Halldór Margeir huldi sig þegar honum var fylgt inn í dómsal af fangaverði í morgun. Halldór er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. Fimm eru ákærðir í málinu en þeir báru allir vitni fyrir héraðsdómi í dag. Þrír þeirra, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Halldór Margeir Ólafsson, eru ákærðir fyrir innflutning á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins í byrjun árs 2020. Með basanum eru mennirnir grunaðir um að hafa framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í sölu- og dreifingarskyni. Aðeins Guðjón hefur játað að vita nokkuð um hann en sagðist þó ekki hafa staðið að innflutningnum. Bæði Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir neituðu að hafa komið að innflutningi saltdreifarans og meðhöndlun hans eftir komuna til landsins. Verjendur sakborninganna í héraðsdómi í dag. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Halldórs Margeirs, Jón Magnússon, verjandi Ólafs Ágústs, Stefán Ragnarsson, verjandi Guðjóns og Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Geirs Elí.Vísir Segjast aldrei hafa notað EncroChat Guðlaugur og Halldór eru sakaðir um að hafa skipst á skilaboðum í gegn um dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat um innflutning og meðhöndlun saltdreifarans. Hvorugur þeirra segist hafa notað forritið en í samskiptum þeirra notenda, sem Guðlaugur og Halldór eru sagðir vera, má finna leiðbeiningar og fyrirmæli um hvernig losa ætti amfetamínvökvann úr saltdreifaranum. Guðjón sagði fyrir dóm í dag að hann hafi tekið við saltdreifaranum í mars 2020 þegar Halldór Margeir kom að máli við hann um kaup og geymslu dreifarans. Saltdreifarinn hafi þá þegar verið kominn til landsins og honum lofað greiðslu fyrir ómakið. Að hans sögn vissi hann ekki um að fíkniefni mætti finna í dreifaranum en hann hafi farið að gruna það þegar á leið. Þegar honum hafi verið orðið ljóst að eitthvað ólöglegt mætti finna í saltdreifaranum hafi hann verið of langt kominn og ekki þorað að bakka út. Hann sagði þá að Halldór Margeir hafi sagt honum að þannig aðilar stæðu að baki saltdreifaranum að ekki væri hægt að bakka og þeir myndu „plamma hann“ ef eitthvað færi úrskeiðis. Guðlaugur Agnar fór huldu höfði inn í dómsal.Vísir Halldór Margeir sagðist ekkert kannast við meinta aðkomu hans að innflutningi og meðhöndlun saltdreifarans. Guðlaugur Agnar neitaði sömuleiðis aðkomu að málinu og sagði öll þau gögn sem að honum beindust í þessu máli tengd tveimur öðrum málum sem hann er með réttarstöðu sakbornings í. Hann hafi verið búsettur í Taílandi þegar þetta mál var í gangi og hafi ekkert komið til landsins síðan 2019 fyrr en nú. Götuvirði nemi hátt í tveimur milljörðum króna Saltdreifarinn, amfetamínið og mikið magn annarra fíkniefna fundust í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í maí síðastliðnum bæði í Hafnarfirði, Reykjavík og á sveitabæ skammt frá Hellu, þar sem saltdreifarinn fannst í útihúsi. Götuvirði efnanna er talið nema 1,7 milljarði króna. Vísir fjallaði ítarlega um lögregluaðgerðirnar nýlega og lesa má þá umfjöllun hér: Í sama útihúsi og saltdreifarinn fannst eru fjórir mannanna ákærðir fyrir að hafa staðið að kannabisræktun en útihúsið stendur við bæ í eigu Guðjóns. Það eru þeir Halldór Margeir, Guðjón, Geir Elí Bjarnason og Ólafur Ágúst Hraundal sem eru ákærðir fyrir ræktunina. Allir fjórir játuðu að hafa komið að kannabisræktuninni en sögðu hana hafa gengið mjög illa og því ekkert fengist upp úr krafsinu. Þá voru þeir ekki allir á sama máli um hve skipulögð ræktunin hafi verið eða hverjir hafi átt hugmyndina að henni. Þó sammældust þeir um að Halldór, Guðjón og Ólafur Ágúst hafi hafið ræktunina en fengið Geir Elí inn á seinni stigum vegna þess hve ræktunin gekk illa. Sagði félaga sinn hafa komið fíkniefnum fyrir í bílskúrnum Auk þessarra fyrrgreindu ákæra er Halldór Margeir ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum við handtöku 12,13 grömm af kókaíni en hann játaði sök. Þá er Ólafur Ágúst ákærður fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum, meðal annars í bílskúr í Hafnarfirði. Við leit lögreglu fundust þar rúm 224 grömm af amfetamíni, 1.792 grömm af kókaíni, 6.731 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítrar af amfetamínvökva, 20.850 millilítrar af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum. Ólafur Ágúst sagði fyrir dómi í dag að hann hefði haft bílskúrinn á leigu en efnin hafi hann ekki átt. Hann hafi gert félaga sínum, sem vantaði geymslu, greiða og leyft honum að fá aðgang að bílskúrnum. Hann hafi ekki vitað af því að fíkniefni væru í kössunum sem þessi félagi hafði komið fyrir í bílskúrnum. Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari sækir málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir Þá játaði hann að hafa haft 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva í bíl sínum, sem hann sagðist hafa ætlað að gefa vini sínum sem er með krabbamein. Auk þess er Ólafur Ágúst ákærður fyrir að hafa í hesthúsi í Reykjavík haft rúm 463 grömm af amfetamíni, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2.06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva auk rúmlega 26.298 gramma af hassi. Ólafur sagðist fyrir dómi ekki hafa átt hassið, það hafi fyrri notandi hesthússins átt og geymt þar. Hann hafi ekki vitað af hassinu, sem að hans sögn er ekki lengur í tísku að nota, fyrr en í vor og þá hafi pokarnir verið rykfallnir. Önnur efni sem hafi fundist í hesthúsinu hafi hann ætlað að nota sjálfur eða gefa vinum og félögum og efnin því ekki verið ætluð til sölu. Auk þess sagði hann að maríhúanað hafi ekki verið í hans eigu, heldur hafi verið úr fyrrnefndri ræktun og vegna þess hve hún hafi verið illa heppnuð hafi ekki verið hægt að selja það. Með dóma á bakinu Ólafur Ágúst hefur áður hlotið dóm fyrir innflutning á fíkniefnum en hann var sakfelldur í hinu svokallaða Stóra fíkniefnamáli um aldamótin, og hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að því. Nokkru árum síðar hlaut hann níu og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir innflutning á fíkniefnum í svonefndu BMW-máli. Hluti af refsingunni voru eftirstöðvar úr Stóra fíkniefnamálinu. Ólafur Ágúst mætti í dómsal í dag auk annarra sakborninga. Þá hlaut Guðlaugur Agnar tveggja ára dóm árið 2010 í Hæstarétti fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutningi 1,6 kílóum af kókaíni til landsins. Hann hafði verið dæmdur fyrir smyglið sjálft í héraði og hlaut fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm en var sýknaður af smyglinu af Hæstarétti. Gríðarlegt magn dulkóðaðra gagna Saksóknari byggir mál sitt að miklu leyti á gögnum úr samskiptaforritinu Encrochat þar sem finna mátti fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig losa ætti vökvann úr saltdreifaranum. Gögnin fékk lögreglan afhent frá Interpol sumarið 2020, sem frönsku og hollensku lögreglunni tókst að komast yfir eftir mikla vinnu. Í kjölfarið voru átta hundruð handtekin, rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Úr þessum gagnapakka hefur lögregla til rannsóknar 800 milljóna króna peningaþvættismál sem er talið tengjast þessu fíkniefnamáli og er enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Í því máli er Guðlaugur Agnar sagður meðal höfuðpaura. RÚV fjallaði ítarlega um málið fyrr í sumar en fram kom í frétt RÚV um málið að ungt fólk, flest milli tvítugs og þrítugs, hafi ítrekað farið í bankaútibú og skipt þar íslenskum krónum í evrur, yfirleitt um einni milljón króna í senn. Fram kom í máli rannsakanda héraðssakóknara fyrir dómi í dag að sautján hafi verið handteknir í aðgeðrum lögreglu haustið 2020 en fram kemur í frétt RÚV að málið hafi undið svo upp á sig að nú séu sakborningar um fimmtíu. Þá hafi aðeins lítill hluti peninganna komið í leitirnar um nokkrir tugir milljóna króna. Saltdreifaramálið Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra. 6. september 2022 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Fimm eru ákærðir í málinu en þeir báru allir vitni fyrir héraðsdómi í dag. Þrír þeirra, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Halldór Margeir Ólafsson, eru ákærðir fyrir innflutning á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins í byrjun árs 2020. Með basanum eru mennirnir grunaðir um að hafa framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í sölu- og dreifingarskyni. Aðeins Guðjón hefur játað að vita nokkuð um hann en sagðist þó ekki hafa staðið að innflutningnum. Bæði Guðlaugur Agnar og Halldór Margeir neituðu að hafa komið að innflutningi saltdreifarans og meðhöndlun hans eftir komuna til landsins. Verjendur sakborninganna í héraðsdómi í dag. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Halldórs Margeirs, Jón Magnússon, verjandi Ólafs Ágústs, Stefán Ragnarsson, verjandi Guðjóns og Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Geirs Elí.Vísir Segjast aldrei hafa notað EncroChat Guðlaugur og Halldór eru sakaðir um að hafa skipst á skilaboðum í gegn um dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat um innflutning og meðhöndlun saltdreifarans. Hvorugur þeirra segist hafa notað forritið en í samskiptum þeirra notenda, sem Guðlaugur og Halldór eru sagðir vera, má finna leiðbeiningar og fyrirmæli um hvernig losa ætti amfetamínvökvann úr saltdreifaranum. Guðjón sagði fyrir dóm í dag að hann hafi tekið við saltdreifaranum í mars 2020 þegar Halldór Margeir kom að máli við hann um kaup og geymslu dreifarans. Saltdreifarinn hafi þá þegar verið kominn til landsins og honum lofað greiðslu fyrir ómakið. Að hans sögn vissi hann ekki um að fíkniefni mætti finna í dreifaranum en hann hafi farið að gruna það þegar á leið. Þegar honum hafi verið orðið ljóst að eitthvað ólöglegt mætti finna í saltdreifaranum hafi hann verið of langt kominn og ekki þorað að bakka út. Hann sagði þá að Halldór Margeir hafi sagt honum að þannig aðilar stæðu að baki saltdreifaranum að ekki væri hægt að bakka og þeir myndu „plamma hann“ ef eitthvað færi úrskeiðis. Guðlaugur Agnar fór huldu höfði inn í dómsal.Vísir Halldór Margeir sagðist ekkert kannast við meinta aðkomu hans að innflutningi og meðhöndlun saltdreifarans. Guðlaugur Agnar neitaði sömuleiðis aðkomu að málinu og sagði öll þau gögn sem að honum beindust í þessu máli tengd tveimur öðrum málum sem hann er með réttarstöðu sakbornings í. Hann hafi verið búsettur í Taílandi þegar þetta mál var í gangi og hafi ekkert komið til landsins síðan 2019 fyrr en nú. Götuvirði nemi hátt í tveimur milljörðum króna Saltdreifarinn, amfetamínið og mikið magn annarra fíkniefna fundust í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í maí síðastliðnum bæði í Hafnarfirði, Reykjavík og á sveitabæ skammt frá Hellu, þar sem saltdreifarinn fannst í útihúsi. Götuvirði efnanna er talið nema 1,7 milljarði króna. Vísir fjallaði ítarlega um lögregluaðgerðirnar nýlega og lesa má þá umfjöllun hér: Í sama útihúsi og saltdreifarinn fannst eru fjórir mannanna ákærðir fyrir að hafa staðið að kannabisræktun en útihúsið stendur við bæ í eigu Guðjóns. Það eru þeir Halldór Margeir, Guðjón, Geir Elí Bjarnason og Ólafur Ágúst Hraundal sem eru ákærðir fyrir ræktunina. Allir fjórir játuðu að hafa komið að kannabisræktuninni en sögðu hana hafa gengið mjög illa og því ekkert fengist upp úr krafsinu. Þá voru þeir ekki allir á sama máli um hve skipulögð ræktunin hafi verið eða hverjir hafi átt hugmyndina að henni. Þó sammældust þeir um að Halldór, Guðjón og Ólafur Ágúst hafi hafið ræktunina en fengið Geir Elí inn á seinni stigum vegna þess hve ræktunin gekk illa. Sagði félaga sinn hafa komið fíkniefnum fyrir í bílskúrnum Auk þessarra fyrrgreindu ákæra er Halldór Margeir ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum við handtöku 12,13 grömm af kókaíni en hann játaði sök. Þá er Ólafur Ágúst ákærður fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum, meðal annars í bílskúr í Hafnarfirði. Við leit lögreglu fundust þar rúm 224 grömm af amfetamíni, 1.792 grömm af kókaíni, 6.731 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítrar af amfetamínvökva, 20.850 millilítrar af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum. Ólafur Ágúst sagði fyrir dómi í dag að hann hefði haft bílskúrinn á leigu en efnin hafi hann ekki átt. Hann hafi gert félaga sínum, sem vantaði geymslu, greiða og leyft honum að fá aðgang að bílskúrnum. Hann hafi ekki vitað af því að fíkniefni væru í kössunum sem þessi félagi hafði komið fyrir í bílskúrnum. Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari sækir málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir Þá játaði hann að hafa haft 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva í bíl sínum, sem hann sagðist hafa ætlað að gefa vini sínum sem er með krabbamein. Auk þess er Ólafur Ágúst ákærður fyrir að hafa í hesthúsi í Reykjavík haft rúm 463 grömm af amfetamíni, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2.06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva auk rúmlega 26.298 gramma af hassi. Ólafur sagðist fyrir dómi ekki hafa átt hassið, það hafi fyrri notandi hesthússins átt og geymt þar. Hann hafi ekki vitað af hassinu, sem að hans sögn er ekki lengur í tísku að nota, fyrr en í vor og þá hafi pokarnir verið rykfallnir. Önnur efni sem hafi fundist í hesthúsinu hafi hann ætlað að nota sjálfur eða gefa vinum og félögum og efnin því ekki verið ætluð til sölu. Auk þess sagði hann að maríhúanað hafi ekki verið í hans eigu, heldur hafi verið úr fyrrnefndri ræktun og vegna þess hve hún hafi verið illa heppnuð hafi ekki verið hægt að selja það. Með dóma á bakinu Ólafur Ágúst hefur áður hlotið dóm fyrir innflutning á fíkniefnum en hann var sakfelldur í hinu svokallaða Stóra fíkniefnamáli um aldamótin, og hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að því. Nokkru árum síðar hlaut hann níu og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir innflutning á fíkniefnum í svonefndu BMW-máli. Hluti af refsingunni voru eftirstöðvar úr Stóra fíkniefnamálinu. Ólafur Ágúst mætti í dómsal í dag auk annarra sakborninga. Þá hlaut Guðlaugur Agnar tveggja ára dóm árið 2010 í Hæstarétti fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutningi 1,6 kílóum af kókaíni til landsins. Hann hafði verið dæmdur fyrir smyglið sjálft í héraði og hlaut fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm en var sýknaður af smyglinu af Hæstarétti. Gríðarlegt magn dulkóðaðra gagna Saksóknari byggir mál sitt að miklu leyti á gögnum úr samskiptaforritinu Encrochat þar sem finna mátti fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig losa ætti vökvann úr saltdreifaranum. Gögnin fékk lögreglan afhent frá Interpol sumarið 2020, sem frönsku og hollensku lögreglunni tókst að komast yfir eftir mikla vinnu. Í kjölfarið voru átta hundruð handtekin, rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Úr þessum gagnapakka hefur lögregla til rannsóknar 800 milljóna króna peningaþvættismál sem er talið tengjast þessu fíkniefnamáli og er enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Í því máli er Guðlaugur Agnar sagður meðal höfuðpaura. RÚV fjallaði ítarlega um málið fyrr í sumar en fram kom í frétt RÚV um málið að ungt fólk, flest milli tvítugs og þrítugs, hafi ítrekað farið í bankaútibú og skipt þar íslenskum krónum í evrur, yfirleitt um einni milljón króna í senn. Fram kom í máli rannsakanda héraðssakóknara fyrir dómi í dag að sautján hafi verið handteknir í aðgeðrum lögreglu haustið 2020 en fram kemur í frétt RÚV að málið hafi undið svo upp á sig að nú séu sakborningar um fimmtíu. Þá hafi aðeins lítill hluti peninganna komið í leitirnar um nokkrir tugir milljóna króna.
Saltdreifaramálið Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra. 6. september 2022 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra. 6. september 2022 14:00