Karlmaður sem beit dyravörð undi ekki dómnum eftir allt saman Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2022 16:30 Landsréttur vísaði áfrýjun mannsins frá. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem í fyrra var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bíta dyravörð hætti við að una dómnum nokkrum dögum eftir því að dómurinn var birtur honum. Áfrýjun mannsins var vísað frá í Landsrétti. Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent