Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. Innlent 6. maí 2021 18:15
„Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. Innlent 5. maí 2021 14:01
Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Innlent 5. maí 2021 12:10
Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. Innlent 5. maí 2021 09:01
Elínborg sakfelld: „Þetta eru mjög skýr skilaboð til mín um að hafa mig hæga“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar. Innlent 4. maí 2021 10:34
Ákærður fyrir tilraun til að drepa eiginkonu sína á Hótel Borg Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Innlent 4. maí 2021 10:15
Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. Innlent 3. maí 2021 06:48
Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. Innlent 30. apríl 2021 10:35
Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. Innlent 29. apríl 2021 14:56
Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. Innlent 29. apríl 2021 13:57
Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Innlent 28. apríl 2021 12:26
Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. Innlent 28. apríl 2021 10:41
Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Innlent 27. apríl 2021 16:41
Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. Innlent 27. apríl 2021 13:47
Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. Innlent 27. apríl 2021 10:41
Sjónum beint að íslensku pari Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum. Innlent 26. apríl 2021 20:34
Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. Innlent 26. apríl 2021 16:32
„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“ Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus. Innlent 26. apríl 2021 09:46
Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. Innlent 26. apríl 2021 06:16
Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn. Fótbolti 23. apríl 2021 15:52
Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Menning 23. apríl 2021 14:41
Leyndi kaupendur ólöglegum framkvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur. Innlent 21. apríl 2021 21:35
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. Innlent 20. apríl 2021 23:59
Með amfetamínbasa og stera í lítratali í bílskúrnum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann, Eimantas Strole, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 20. apríl 2021 22:57
Hagað sér eins og rannsóknarlögregla með fyrirfram gefna niðurstöðu Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þar er krafist ógildingar á nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála. Innlent 20. apríl 2021 14:14
Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Innlent 20. apríl 2021 06:16
Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Innlent 16. apríl 2021 15:00
Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Menning 15. apríl 2021 16:48
Í alvarlegu ástandi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög. Innlent 14. apríl 2021 15:18
Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Innlent 13. apríl 2021 21:01