Samþykki í nauðgunarmáli undir smásjá Hæstaréttar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2022 07:01 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir en áður hafði maðurinn verið sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni í Landsrétti fær áheyrn Hæstaréttar. Rétturinn telur að málið kunni að vera fordæmisgefandi eftir lagabreytingar um veitt samþykki. Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira