Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 10:10 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2016 undirrituðu þeir Anton Ingi og Ragnar Þór Jónsson samkomulag þess efnis að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. sem ætti jafnframt allan höfundarrétt að kvikmyndinni Grimmd. Síðar gaf Anton Ingi út yfirlýsingu þess efnis, fyrir hönd Virgo 2, að greiðslur frá Senu, dreifingaraðila grimmdar, skyldu berast á annan reikning í eigu félags Antons Inga, Virgo films. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Ákærður fyrir að draga sér um 27 milljónir króna Í dag greinir DV svo frá því að Anton Ingi hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti í tengslum við Grimmd. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér, í gegnum Virgo films, um 27 milljónir króna. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. 18,5 milljónir frá Senu Antoni Inga er gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá er Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Efnahagsbrot Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir „Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 12. október 2018 20:16