Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist. Innlent 18. nóvember 2021 18:33
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Innherji 18. nóvember 2021 15:27
Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess. Innlent 18. nóvember 2021 14:44
Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Innlent 18. nóvember 2021 13:12
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. Innlent 18. nóvember 2021 13:08
Rannsókn á hópnauðgunarmáli á lokastigi Landsréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja þess efnis að tveir erlendir karlmenn, grunaðir um hópnauðgun gegn konu, skuli sitja áfram í farbanni. Rannsókn málsins er á lokastigi. Innlent 18. nóvember 2021 11:42
Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. Innlent 16. nóvember 2021 21:36
Faldi marijúana í verkfæraskáp: Gekk í gildru lögreglu sem var skrefi á undan Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir, fyrir að hafa reynt að smygla þrettán kílóum af marijúana til landsins í verkfæraskáp. Innlent 16. nóvember 2021 19:04
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Innlent 16. nóvember 2021 14:48
Halldór segir lánið frá Fossum tengjast ótengdu og ónefndu verkefni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, gagnrýnir fréttaflutning Vísis um fasteign hans og viðskipti við Fossa ehf. og segir umfjöllunina „í öllum aðalatriðum ranga“ og byggða á „órökstuddum vangaveltum.“ Viðskipti innlent 16. nóvember 2021 13:50
Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. Viðskipti innlent 16. nóvember 2021 07:57
Talinn hafa flogið inn Barkárdalinn án nægilegrar aðgæslu Héraðsdómur Reykjavíkur metur það svo að Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu vegna yfirvofandi hættu á blöndungsísingu, er hann hagaði flugi inn Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst. Innlent 15. nóvember 2021 20:45
Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 15. nóvember 2021 17:51
Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot í Landsrétti Landsréttur sýknaði nýlega mann af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Maðurinn hafði áður verið sakfelldur fyrir brotin í héraðsdómi og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Innlent 13. nóvember 2021 08:26
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. Innlent 12. nóvember 2021 18:55
Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12. nóvember 2021 16:44
Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Innlent 12. nóvember 2021 16:02
Ákærður fyrir tilraun til fjársvika eftir að hann kveikti í eigin veitingastað Keflvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í fyrrasumar og í kjölfarið gert tilraun til fjárssvika. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Innlent 12. nóvember 2021 10:15
Í farbanni vegna gruns um brot gegn barni Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í vikunni þar sem karlmanni var gert að sæta farbanni vegna gruns um brot gegn barni. Innlent 11. nóvember 2021 17:40
Hvalaskoðunarrisi þarf að greiða Norðurþingi fimm milljónir Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants, sem starfrækt er frá Húsavík, hefur verið dæmt til að greiða Hafnasjóði Norðurþings fimm milljónir króna vegna vangreiddra farþegagjalda. Innlent 11. nóvember 2021 12:53
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Innlent 11. nóvember 2021 08:01
Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Innlent 9. nóvember 2021 23:01
Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. Innlent 8. nóvember 2021 20:03
Isavia sýknað af bótakröfu vegna útboðs á verslunarrými Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014. Innlent 8. nóvember 2021 17:58
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Innlent 8. nóvember 2021 12:30
Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. Innlent 8. nóvember 2021 11:33
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Innlent 8. nóvember 2021 09:37
„Uppbyggileg réttvísi“ getur gagnast bæði þolendum og gerendum: Horft til réttlætis en ekki refsinga Svokölluð uppbyggileg réttvísi gæti verið gott úrræði til að eiga við brot utan dómskerfis. Ferlið feli í sér áherslu á réttlæti en ekki refsingar og getur dregið úr áfallastreituröskun þolenda. Eins eru gerendur síður líklegir til að endurtaka brot sín. Innlent 6. nóvember 2021 14:01
Með óaðfinnanlega hnýtta þverslaufu á Kvíabryggju Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni. Menning 6. nóvember 2021 07:00
Þórunn Antonía leitaði réttlætis eftir nauðgun: „Það tók allt sem ég á.“ „Ég sit núna heima hágrátandi yfir því að það sé loksins komin niðurstaða. Ég upplifi að ég sé búin að teyma á eftir mér öskrandi risa í mörg ár og einn af hlekkjunum er allavegana horfin úr þeirri lest.“ Innlent 5. nóvember 2021 23:18