Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 11:56 Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í janúar. Vísir/Hulda Margrét Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38