Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 19:55 Halldór Benjamín varð fyrir vonbrigðum í Félagsdómi í dag en ekki Héraðsdómi Reykjavíkur. Stöð 2/Egill Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. Þetta kemur fram í bréfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, til Eflingar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns hennar. Í bréfinu segir að ekki megi skilja dóm Félagsdóms, sem kvað á um að boðuð vinnustöðvun Eflingar væri ekki ólögmæt, á annan veg en að hann taki undir réttmætar kröfur ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár og að um ólögmæta vanrækslu af hálfu Eflingar sé að ræða. Héraðsdómur úrskurðaði í dag að aðfarargerð væri heimil til þess að fá félagatal Eflingar afhent. Sólveig Anna hefur hins vegar tilkynnt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en úrskurður Landsréttar liggur fyrir í málinu, þrátt fyrir að héraðsdómur hafi neitað kröfu Eflingar um að réttaráhrifum úrskurðar hans yrði frestað. Harma afstöðu Eflingar Í bréfinu segir að ætlan Eflingar virðist sú ein að valda aðildarfyrirtækjum SA tjóni, án þess að það sé liður í yfirstandandi kjaraviðræðum eða vinnudeilu, enda bíði miðlunartillaga sáttasemjara atkvæðagreiðslu. Fyrst ef miðlunartillagan verður felld skapist skilyrði fyrir verkföllum sem þrýstingi á viðsemjanda. „Samtök atvinnulífsins harma og mótmæla afstöðu Eflingar og skora á félagið af fresta boðaðri vinnustöðvun þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. SA áskilja aðildarfyrirtækjum samtakanna bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kann að hljótast,“ segir í lok bréfsins. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, til Eflingar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns hennar. Í bréfinu segir að ekki megi skilja dóm Félagsdóms, sem kvað á um að boðuð vinnustöðvun Eflingar væri ekki ólögmæt, á annan veg en að hann taki undir réttmætar kröfur ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár og að um ólögmæta vanrækslu af hálfu Eflingar sé að ræða. Héraðsdómur úrskurðaði í dag að aðfarargerð væri heimil til þess að fá félagatal Eflingar afhent. Sólveig Anna hefur hins vegar tilkynnt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en úrskurður Landsréttar liggur fyrir í málinu, þrátt fyrir að héraðsdómur hafi neitað kröfu Eflingar um að réttaráhrifum úrskurðar hans yrði frestað. Harma afstöðu Eflingar Í bréfinu segir að ætlan Eflingar virðist sú ein að valda aðildarfyrirtækjum SA tjóni, án þess að það sé liður í yfirstandandi kjaraviðræðum eða vinnudeilu, enda bíði miðlunartillaga sáttasemjara atkvæðagreiðslu. Fyrst ef miðlunartillagan verður felld skapist skilyrði fyrir verkföllum sem þrýstingi á viðsemjanda. „Samtök atvinnulífsins harma og mótmæla afstöðu Eflingar og skora á félagið af fresta boðaðri vinnustöðvun þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. SA áskilja aðildarfyrirtækjum samtakanna bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kann að hljótast,“ segir í lok bréfsins. Bréfið má lesa í heild sinni hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent