Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 23:00 Hæstiréttur sneri við dómum héraðsdóms og Landsréttar með dómi sínum í dag. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27