

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus
Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus.

Engin spurning hvað samrýmist lögum landsins
Formaður dómarafélagsins segir stéttina enn harða á því að krafa fjármálaráðuneytisins um endurgreiðslu ofgreiddra launa samræmist ekki lögum. Hann segir hæpið að um ofgreiðslu hafi í raun verið að ræða en jafnvel ef svo væri eiga gilda sömu reglur um dómara líkt og aðra þjóðfélagshópa.

Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð
Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð.

Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins
Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands.

Eins árs fangelsi fyrir smygl á lítra af amfetamínbasa
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir að hafa reynt að smygla tæpum lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa til Íslands með flugi frá Varsjá. Maðurinn hafði samþykkt að flytja efnið til landsins gegn greiðslu.

Mátti ekki taka bjór úr hillum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss.

ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli
Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík.

Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur
Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt.

Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis.

Breytti framburði um sofandi brotaþola
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum áhrifa lyfja og svefndrunga.

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium
Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Morðinginn í Torrevieja dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna
Guðmundur Freyr Magnússon, sem dæmdur var í sautján ára fangelsi fyrir manndráp í Torrevieja í lok árs 2021, var í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir að akstur undir áhrifum fíkniefna árið 2018.

Fimmtán mánuðir fyrir innflutning á sterku kókaíni
Mexíkóskur ríkisborgari var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en maðurinn smyglaði inn til landsins kílói af sterku kókaíni.

Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun
Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára.

Stal þrjátíu ryksuguvélmennum
Karlmaður var í gær dæmdur fyrir þjófnaðarbrot í 54 liðum með því að hafa stolið meðal annars KitchenAid hrærivélum, ryksuguróbotum og fjöldanum öllum af ljósaperum að verðmæti tæplega sjö milljóna króna.

Markús hafi ekki verið vanhæfur í BK-málinu
Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, en Endurupptökunefnd féllst á beiðni Magnúsar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Hæstarétti árið 2015 yrði endurupptekinn.

Skattamáli vísað frá héraði að ósk ákæruvaldsins eftir ákúrur Mannréttindadómstólsins
Máli Ragnars Þórissonar, stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital, var vísað frá héraðsdómi að ósk ákæruvaldsins í dag með öðrum dómi Hæstaréttar í málinu. Ragnar hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna málsins.

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Brynjars Creed
Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið.

Ingó áfrýjar til Landsréttar
Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði.

Stal tæplega 20 þúsund lítrum af bensíni
Karlmaður var í gær dæmdur í 90 daga skiloðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa fyrir stolið tæplega 20 þúsund lítrum lítrum af eldsneyti, að andvirði 3,6 milljónum króna.

Rúmlega milljarðs gjaldþrot félags Magnúsar
Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda ehf. þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur voru tæpir 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skiptalokatilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014.

Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur
Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur.

Burðardýr dæmt í fimmtán mánaða fangelsi
Kvenmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á rúmu kílói af sterku kókaíni. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi.

Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur
Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms.

Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara
Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara.

Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi
Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi.

„Við hefðum átt að vanda okkur betur“
Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag.

Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur
Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd.

Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja.