Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd. Innlent 11. mars 2022 16:28
Dómurinn þyngdur yfir karlinum sem hrinti konu fram af svölum Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnar Péturssyni, rúmlega fertugum karlmanni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu árið 2019. Jón Rúnar fékk 21 mánaða dóm í héraði í fyrra en Landsréttur þyngdi refsinguna í tvö og hálft ár. Innlent 11. mars 2022 15:03
Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 11. mars 2022 14:30
Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Innlent 11. mars 2022 14:28
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. Innlent 11. mars 2022 14:17
Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Innlent 11. mars 2022 11:28
Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. Innlent 10. mars 2022 17:26
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. Innlent 10. mars 2022 15:00
Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Innlent 10. mars 2022 14:01
Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. Innlent 10. mars 2022 13:21
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Innlent 10. mars 2022 11:59
Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. Innlent 9. mars 2022 23:44
Tugmilljóna mál þrotabús Pressunnar gegn ríkinu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt þrotabúi Pressunnar ehf. leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar þar sem íslenska ríkið var sýknað af tugmilljóna kröfu þrotabúsins. Viðskipti innlent 8. mars 2022 12:17
Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Innlent 7. mars 2022 15:00
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Innlent 6. mars 2022 15:33
Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Innlent 5. mars 2022 13:29
Ríkið sýknað af tugmilljóna kröfu Barkar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár. Innlent 4. mars 2022 18:19
Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. Innlent 4. mars 2022 16:38
Óvissa með umboð lækkar skuld Costco um fleiri milljónir Costco á Íslandi þarf að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 2,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp í dag. Viðskipti innlent 4. mars 2022 15:53
Dæmd fyrir að stela frá heimilismönnum á hjúkrunarheimili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot gagnvart heimilismönnum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún var starfsmaður. Innlent 3. mars 2022 10:00
Íslandsbanki á von á 700 milljónum sem hafa legið óhreyfðar vegna dómsmáls Íslandsbanki getur átt von á því að fá greiddar 676 milljóna króna, sem hafa um árabil legið óhreyfðar á bankareikningi á meðan óvissa var um niðurstöðu í dómsmáli, eftir nýlegan úrskurð Landsréttar í málinu. Innherji 3. mars 2022 08:08
Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Innlent 2. mars 2022 08:58
Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. Innlent 1. mars 2022 20:36
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. Innlent 1. mars 2022 13:32
Björn Ingi gjaldþrota Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota. Viðskipti innlent 28. febrúar 2022 17:44
Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Innlent 28. febrúar 2022 17:07
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 28. febrúar 2022 15:28
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Innlent 28. febrúar 2022 14:23
Danmerkurskuld fyrrverandi þingmanns tífaldaðist í Landsrétti Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag. Innlent 28. febrúar 2022 08:57
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. Innlent 25. febrúar 2022 17:01