Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 17:52 Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af byssu á skemmtistaðnum Dubliner 12. mars og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vísir/Jóhann K. Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira