Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 21:36 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway. Icelandair Hotels Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira