Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:18 Frá glugga á umræddri íbúð. Ekki hefur verið búið í íbúðinni síðan 2020. Vísir/Arnar Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“ Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“
Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira