Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:18 Frá glugga á umræddri íbúð. Ekki hefur verið búið í íbúðinni síðan 2020. Vísir/Arnar Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“ Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“
Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira