Mál Friðfinns tekið fyrir í héraðsdómi Mál Friðfinns Freys Kristinssonar, sem fyrirfór sér í desember síðastliðnum, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Verður mál hans rekið á grundvelli laga um horfna menn þannig að hægt verði að fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn. Innlent 11. janúar 2023 19:08
Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Innlent 11. janúar 2023 15:14
Ákærður fyrir að brjóta á konu sem lá sofandi í rúmi sínu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem kona nokkur lá sofandi og brotið kynferðislega á henni. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar. Innlent 11. janúar 2023 13:15
Reyndi að smygla kílói af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ganverskan karlmann í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. Innlent 11. janúar 2023 12:22
Ríkið vinnur meirihluta einkamála á sviði skatta fyrir dómstólum Ríkið ber sigur í um 65 prósent þeirra einkamála sem skattaðilar sækja fyrir dómstólum, þrátt fyrir að í öllum tilfellum hafi fyrirtækin sjálf sótt málið. Þetta kemur fram í gagnagrunni Deloitte um einkamál fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum sem spannar aftur til ársins 2005. Innherji 11. janúar 2023 10:09
Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti. Innlent 10. janúar 2023 16:26
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. Innlent 10. janúar 2023 11:45
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. Innlent 10. janúar 2023 09:59
Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli. Innlent 10. janúar 2023 08:46
Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. Innlent 10. janúar 2023 07:35
Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Innlent 9. janúar 2023 16:52
Meintur gerandi fái vernd á meðan brotaþoli og fjölskylda sitja í djúpum sárum Réttargæslumaður fimmtán ára stúlku, sem sakaði stjúpföður sinn um ítrekað og gróft kynferðisofbeldi, segir ekki boðlegt að réttarkerfið geti ekki unnið úr málum án þess að valda brotaþolum skaða. Stúlkan hafi þurft að bíða í nærri tvö ár án ákæru og lögreglan á þeim tíma afhent manninum síma brotaþola. Maðurinn nýtur nú verndar í formi nálgunarbanns. Innlent 9. janúar 2023 14:31
Sökuð um að hafa sent nektarmyndir af eiginmanninum áfram Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir að særa blygðunarsemi eiginmanns síns þáverandi og annarrar konu með myndasendingum til fleiri aðila. Innlent 9. janúar 2023 14:31
Sýknaður af líkamsárás á sambýliskonu sína Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína. Framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi þótti óstöðugur en konan gaf þrjár mismunandi lýsingar af atvikum. Innlent 9. janúar 2023 12:50
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Innlent 9. janúar 2023 11:52
Ákærður fyrir leynilega upptöku í þríleik Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa í júní 2021 í Reykjavík tekið upp myndskeið á síma sinn af konu hafa samræði við sig og veita þriðja manni munnmök. Innlent 9. janúar 2023 10:47
Vilhjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var einmana þetta kvöld“ Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni. Innlent 7. janúar 2023 10:38
Taldi sig vera að flytja peninga í töskum sem reyndust fullar af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega tveimur kílóum af kókaíni og um sjötíu grömmum af metamfetamíni í ferð sinni með Norrænu til Íslands í september síðastliðinn. Innlent 6. janúar 2023 17:35
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Innlent 6. janúar 2023 14:38
Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Innlent 6. janúar 2023 14:13
Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. Innlent 6. janúar 2023 13:23
Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur. Innlent 6. janúar 2023 07:02
Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ Innlent 5. janúar 2023 23:38
Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. Innlent 5. janúar 2023 20:00
Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Innlent 5. janúar 2023 06:51
Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Innlent 4. janúar 2023 12:00
Úthúðar fyrrverandi starfsmanni og segir félagsdóm með ríkan sakfellingarvilja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar fyrrverandi trúnaðarmann starfsmanna Eflingar „fáránlegan einstakling“ og sakar hann um lygar og áróður gegn sér. Félagsdómur dæmdi uppsögn Eflingar á trúnaðarmanninum ólöglega í gær en formaður segir dóminn hafa haft „ríkulegan sakfellingarvilja“. Innlent 4. janúar 2023 10:12
Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Innlent 4. janúar 2023 09:30
„Ég er og verð alltaf Eflingarmaður“ Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamin, trúnaðarmanni VR hjá Eflingu, var ólögmæt og brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt var brotið gegn ákvæðum í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 2019. Innlent 4. janúar 2023 06:07
Ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa með grófum hætti brotið kynferðislega á tíu ára dreng, við nokkur tilefni sumarið 2015. Brotin eru sögð hafa átt sér stað bæði utan- og innandyra. Innlent 3. janúar 2023 16:18