Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 09:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Vísir/Arnar Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Dómsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Dómsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira