Máttu ekki segja konu upp vegna grófra hótana barnsföður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 18:41 Fram kemur í dómi Landsréttar að fyrirtækið sem um ræðir starfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í Reykjavík hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni laun á uppsagnafresti og miskabætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Konan hafi ekki getað borið ábyrgð á grófum hótunum barnsföður síns í garð samstarfsmanns hennar. Landsréttur kollvarpaði fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Forsaga málsins er sú að konan tilkynnti kynferðislega áreitni samstarfsmanns til framkvæmdastjóra fyrirtækisins í ársbyrjun 2020. Hún hefði verið áreitt í heimapartýi starfsmanna að lokinni jólaskemmtun fyrirtækisins í desember. Að lokinni ráðgjöf féllust konan og samstarfsmaðurinn á að undirrita samskiptasamning í þeim tilgangi að gera þeim kleyft að starfa saman, tala opinskátt og treysta hvort öðru. Ekki mætti ræða efni samkomulagsins við aðra á vinnustaðnum eða utanaðkomandi. Gekk það vel í þrettán mánuði að sögn beggja. Brjóta öll fokking bein... Um miðjan apríl 2021 bárust samstarfsmanninum hótun frá barnsföður konunnar í formi talskilaboða. „Þú varst að fokka svo feitt í barnsmóður minni. Þú veist ... ég ætla að gefa þér fokking séns af því að ég er ... þú veist ... búinn að þekkja þig í svo mörg ár, en ... þú veist... þú ert að fara að borga einhverja feita sekt eða ég er að fara að láta ... þú veist þú veist ... einhvern brjóta öll fokking bein í fokking líkamanum á þér, skilurðu mig? Ég verð í bandi.“ Starfsmaðurinn upplýsti framkvæmdastjórann um hótunina og kölluðu konuna á fund 19. apríl. Var niðurstaða fundarins að hafa samband við fyrri ráðgjafa og fá þá til að aðstoða við málið. Nokkrum klukkustundum síðar barst starfsmanninum önnur hótun í textaskilaboðum frá barnsföðurnum. Mynd af rottu og vísun í að með því að klaga fyrri hótun hefði hann tvöfaldað sekt sína. Reyndist dæmdur ofbeldismaður Töldu forsvarsmenn fyrirtækisins ljóst að konan hefði upplýst barnsföður sinn um það sem rætt var á fundinum. Þannig hefði konan brotið gegn trúnaðarskyldum sínum. Ófremdarástand hafi verið komið upp á vinnustaðnum vegna hótananna. Við netleit hafi komið í ljós að barnsfaðirinn var dæmdur ofbeldismaður. Þá hafi konan verið skráð í samband með barnsföður sínum á Facebook. Starfsmaðurinn hafi farið í felur af ótta við að barnsfaðirinn fylgdi hótunum sínum eftir. Að auki kom fram í framburði forsvarsmannanna að þeir hefðu skipt um læsingar á huruðum á vinnustaðnum af ótta við að ofbeldismaðurinn mætti þangað. Töldu þeir ekki annað í stöðunni en að rifta ráðningarsamningi við konuna og var henni sagt upp bréfleiðis. Þar kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði brotið samskiptasamninginn þar sem barnsfaðirinn hefði efnt til hótana vegna atviksins í desember 2019. Þá var vísað til þess að eftir fundinn 19. apríl hafi hótanirnar haldið áfram sem hafi gert málið enn alvarlegra. Hótanir yfir sumarið Kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði veitt barnsföður sínum upplýsingar um efni fundarins og í því hefði falist gróft trúnaðarbrort. Hún hefði gerst sek um mjög alvarlegt brot í starfi og og skýringar hennar á hótunum barnsföður ófullnægjandi og haldslausar með öllu, sérstaklega þar sem hún væri nú í sambandi með barnsföður sínum. Hótanirnar héldu áfram á meðan konan fór í kjölfar uppsagnar í þriggja mánaða ferðalag með barnsföður sínum. Fjórum sinnum hafði barnsfaðirinn samband við samstarfsmann konunnar og hótaði honum meðal annars að nauðga eiginkonu hans og börnum. Konan sagðist hafa sagt barnsföður sínum frá meintri áreitni í kjölfar atviksins 2019 og um leið að hann þekkti samstarfsmann hennar úr æsku. Hún hafi ekki sagt honum nafn mannsins fyrr en barnsfaðir hennar heimsótti hana um miðjan apríl 2021. Í kjölfarið barst fyrsta hótunin. Þá hefði hún hringt í barnsföður sinn í kjölfar fundarins 19. apríl og beðið hann um að láta af hótunum. Grín að skrá sig í samband Konan neitaði því að hafa verið í sambandi með barnsföður sínum á þessum tíma. Þau hefðu verið skráð í samband á Facebook í gríni. Þá hefði hún ekki vitað af hótunum barnsföður síns á þriggja mánaða ferðalagi þeirra. Héraðsdómur sýknaði fyrirtækið og taldi að konan hefði borið ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hefði sent umræddar hótanir með því að hafa rætt atvikið við hann, upplýst um nafn samstarfsmannsins og greint frá efni fundarins 19. apríl. Landsréttur sá málið allt öðrum augum. Bréf fyrirtækisins þar sem ráðningarsamningnum var rift hafi borið með sér að ákvörðunin hefði verið reist á því að konan hefði með einhverjum þætti borið ábyrgð á þeim hótunum sem barnsfaðir hennar hafði uppi. Hótanir barnsföður ekki á ábyrgð konunnar Konan óskaði eftir því í kjölfar fundarins 19, apríl 2021 að barnsfaðir hennar léti af hótunum sínum. Hann hafi ekki orðið við þeim tilmælum heldur haldið þeim áfram. Landsréttur taldi fyrirtækið hvorki hafa sannað að konan hafi hvatt barnsföður sinn til hótana né með öðrum hætti borið ábyrgð á þeim.. Þótt fyrirtækið hafi metið það svo að hótanirnar hafi leitt til þess að starfsmönnum fyrirtækisins stæði ógn af barnsföðurnum og það hefði slæm áhrif á starfsemi fyrirtækisins hafi það ástand ekki verið á ábyrgð konunnar. Þar breyti engu þótt hún hafi átt í samskiptum við barnsföður sinn og upplýst hann um hver hún teldi hafa áreitt hana kynferðislega. Landsréttur gat ekki fallist á að sú háttsemi konunnar, að biðja barnsföður sinn að láta af hótunum, hafi falið í sér brot á starfsskyldum. Var riftun ráðningarsamningins því dæmd ólögmæt. Var fyrirtækið dæmt til að greiða konunni 3,3 milljónir króna í laun á uppsagnarfresti auk einnar milljónar króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan tilkynnti kynferðislega áreitni samstarfsmanns til framkvæmdastjóra fyrirtækisins í ársbyrjun 2020. Hún hefði verið áreitt í heimapartýi starfsmanna að lokinni jólaskemmtun fyrirtækisins í desember. Að lokinni ráðgjöf féllust konan og samstarfsmaðurinn á að undirrita samskiptasamning í þeim tilgangi að gera þeim kleyft að starfa saman, tala opinskátt og treysta hvort öðru. Ekki mætti ræða efni samkomulagsins við aðra á vinnustaðnum eða utanaðkomandi. Gekk það vel í þrettán mánuði að sögn beggja. Brjóta öll fokking bein... Um miðjan apríl 2021 bárust samstarfsmanninum hótun frá barnsföður konunnar í formi talskilaboða. „Þú varst að fokka svo feitt í barnsmóður minni. Þú veist ... ég ætla að gefa þér fokking séns af því að ég er ... þú veist ... búinn að þekkja þig í svo mörg ár, en ... þú veist... þú ert að fara að borga einhverja feita sekt eða ég er að fara að láta ... þú veist þú veist ... einhvern brjóta öll fokking bein í fokking líkamanum á þér, skilurðu mig? Ég verð í bandi.“ Starfsmaðurinn upplýsti framkvæmdastjórann um hótunina og kölluðu konuna á fund 19. apríl. Var niðurstaða fundarins að hafa samband við fyrri ráðgjafa og fá þá til að aðstoða við málið. Nokkrum klukkustundum síðar barst starfsmanninum önnur hótun í textaskilaboðum frá barnsföðurnum. Mynd af rottu og vísun í að með því að klaga fyrri hótun hefði hann tvöfaldað sekt sína. Reyndist dæmdur ofbeldismaður Töldu forsvarsmenn fyrirtækisins ljóst að konan hefði upplýst barnsföður sinn um það sem rætt var á fundinum. Þannig hefði konan brotið gegn trúnaðarskyldum sínum. Ófremdarástand hafi verið komið upp á vinnustaðnum vegna hótananna. Við netleit hafi komið í ljós að barnsfaðirinn var dæmdur ofbeldismaður. Þá hafi konan verið skráð í samband með barnsföður sínum á Facebook. Starfsmaðurinn hafi farið í felur af ótta við að barnsfaðirinn fylgdi hótunum sínum eftir. Að auki kom fram í framburði forsvarsmannanna að þeir hefðu skipt um læsingar á huruðum á vinnustaðnum af ótta við að ofbeldismaðurinn mætti þangað. Töldu þeir ekki annað í stöðunni en að rifta ráðningarsamningi við konuna og var henni sagt upp bréfleiðis. Þar kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði brotið samskiptasamninginn þar sem barnsfaðirinn hefði efnt til hótana vegna atviksins í desember 2019. Þá var vísað til þess að eftir fundinn 19. apríl hafi hótanirnar haldið áfram sem hafi gert málið enn alvarlegra. Hótanir yfir sumarið Kom fram að fyrirtækið teldi að hún hefði veitt barnsföður sínum upplýsingar um efni fundarins og í því hefði falist gróft trúnaðarbrort. Hún hefði gerst sek um mjög alvarlegt brot í starfi og og skýringar hennar á hótunum barnsföður ófullnægjandi og haldslausar með öllu, sérstaklega þar sem hún væri nú í sambandi með barnsföður sínum. Hótanirnar héldu áfram á meðan konan fór í kjölfar uppsagnar í þriggja mánaða ferðalag með barnsföður sínum. Fjórum sinnum hafði barnsfaðirinn samband við samstarfsmann konunnar og hótaði honum meðal annars að nauðga eiginkonu hans og börnum. Konan sagðist hafa sagt barnsföður sínum frá meintri áreitni í kjölfar atviksins 2019 og um leið að hann þekkti samstarfsmann hennar úr æsku. Hún hafi ekki sagt honum nafn mannsins fyrr en barnsfaðir hennar heimsótti hana um miðjan apríl 2021. Í kjölfarið barst fyrsta hótunin. Þá hefði hún hringt í barnsföður sinn í kjölfar fundarins 19. apríl og beðið hann um að láta af hótunum. Grín að skrá sig í samband Konan neitaði því að hafa verið í sambandi með barnsföður sínum á þessum tíma. Þau hefðu verið skráð í samband á Facebook í gríni. Þá hefði hún ekki vitað af hótunum barnsföður síns á þriggja mánaða ferðalagi þeirra. Héraðsdómur sýknaði fyrirtækið og taldi að konan hefði borið ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hefði sent umræddar hótanir með því að hafa rætt atvikið við hann, upplýst um nafn samstarfsmannsins og greint frá efni fundarins 19. apríl. Landsréttur sá málið allt öðrum augum. Bréf fyrirtækisins þar sem ráðningarsamningnum var rift hafi borið með sér að ákvörðunin hefði verið reist á því að konan hefði með einhverjum þætti borið ábyrgð á þeim hótunum sem barnsfaðir hennar hafði uppi. Hótanir barnsföður ekki á ábyrgð konunnar Konan óskaði eftir því í kjölfar fundarins 19, apríl 2021 að barnsfaðir hennar léti af hótunum sínum. Hann hafi ekki orðið við þeim tilmælum heldur haldið þeim áfram. Landsréttur taldi fyrirtækið hvorki hafa sannað að konan hafi hvatt barnsföður sinn til hótana né með öðrum hætti borið ábyrgð á þeim.. Þótt fyrirtækið hafi metið það svo að hótanirnar hafi leitt til þess að starfsmönnum fyrirtækisins stæði ógn af barnsföðurnum og það hefði slæm áhrif á starfsemi fyrirtækisins hafi það ástand ekki verið á ábyrgð konunnar. Þar breyti engu þótt hún hafi átt í samskiptum við barnsföður sinn og upplýst hann um hver hún teldi hafa áreitt hana kynferðislega. Landsréttur gat ekki fallist á að sú háttsemi konunnar, að biðja barnsföður sinn að láta af hótunum, hafi falið í sér brot á starfsskyldum. Var riftun ráðningarsamningins því dæmd ólögmæt. Var fyrirtækið dæmt til að greiða konunni 3,3 milljónir króna í laun á uppsagnarfresti auk einnar milljónar króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira