Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Innlent 22. júní 2023 12:41
„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Innlent 21. júní 2023 19:53
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. Innlent 21. júní 2023 19:24
Hinrik Ingi dæmdur fyrir líkamsárás og fjárkúgun Hinrik Ingi Óskarsson, crossfit keppandi og einkaþjálfari, hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir uppsöfnuð brot. Lárus Guðmundur Jónsson, félagi hans, hlaut sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 21. júní 2023 15:51
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. Innlent 21. júní 2023 14:05
Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. Innlent 21. júní 2023 13:12
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. Innlent 21. júní 2023 12:12
Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. Innlent 21. júní 2023 12:00
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. Innlent 21. júní 2023 10:34
Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Innlent 19. júní 2023 15:24
Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkniefna Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu. Innlent 19. júní 2023 14:52
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. Innlent 19. júní 2023 07:00
Gekk berserksgang í sumarbústað Selfyssingur á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Meðal brotanna eru fjórar líkamsárásir framdar í sumarbústað sama kvöldið. Innlent 16. júní 2023 16:59
Lumbraði á löggu í ölæði Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Innlent 16. júní 2023 12:14
Enginn ásetningur að Erling dvelji á hjúkrunarheimili í stað þess að fá NPA þjónustu Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir leitt að mál Erling Smith sé kominn í þann farveg sem Vísir hefur greint frá. Fundað verður með lögmönnum um lausn málsins. Innlent 15. júní 2023 15:58
„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15. júní 2023 07:00
Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. Innlent 14. júní 2023 18:37
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. Innlent 14. júní 2023 09:00
Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Innlent 14. júní 2023 07:10
„Ég buffa þig og þennan drulludela“ Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal annars með því að hafa stolið bensínlykli og notað hann án heimildar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot. Innlent 13. júní 2023 15:59
Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Innlent 12. júní 2023 21:12
Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar. Innlent 12. júní 2023 16:30
Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik. Innlent 12. júní 2023 15:14
Keypti eftirlíkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum. Innlent 12. júní 2023 09:02
Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. Innlent 11. júní 2023 18:52
Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Innlent 10. júní 2023 16:40
Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Viðskipti innlent 9. júní 2023 22:02
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. Innlent 9. júní 2023 20:27
Reyndi að drepa vinnufélaga og stórslasaði annan með klaufhamri Nazari Hafizullah hefur verið dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að tveimur vinnufélögum sínum á vinnusvæði við hús á Seltjarnarnesi. Landsréttur þyngdi dóm mannsins um tvö ár. Innlent 9. júní 2023 16:09
Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“ Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið. Innlent 9. júní 2023 14:48