Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 21:37 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins. Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins.
Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09