Grindvíkingar vilja ganga frá þjálfaramálum sínum sem fyrst "Ég vissi það ekki fyrr en á mánudagskvöldið að Helgi ætlaði sér að hætta. Þá hringdi hann í mig og bað um fund. Mig grunaði strax um hvað sá fundur ætti að vera," sagði Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, en Grindvíkingar eru þjálfaralausir þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur. Körfubolti 9. maí 2012 14:45
Helgi Jónas hættur með Grindavík Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur, mun ekki þjálfa liðið áfram en hann hefur tilkynnt stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að hann ætli að hætta með liðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur. Körfubolti 9. maí 2012 00:23
Teitur þjálfar Stjörnuna áfram - Fannar, Jovan og Marvin búnir að semja Stjörnumenn ætla að vera fljótir að ganga frá sínum málum í körfunni því þeir segja frá því á Stuðningsmanna síðu sinni í kvöld að nokkuð góð mynd sé komin á meistaraflokk Stjörnunnar fyrir næsta tímabil. Körfubolti 7. maí 2012 21:30
Formaður KFÍ: Ógeðfellt að yfirfæra hagsmuni Reykjavíkurfélaganna á okkur Formaður KFÍ á Ísafirði er óánægður með niðurstöðu formannafundar KKÍ á dögunum þar sem ákveðið var að takmarka notkun erlendra leikmanna í leikjum á næstu leiktíð. Körfubolti 5. maí 2012 12:15
Grindavík Íslandsmeistari - myndaveisla Það var endanlega staðfest í kvöld að Grindavík á besta körfuboltalið Íslands. Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta skipti síðan árið 1996. Körfubolti 2. maí 2012 22:45
Benedikt: Bullock er sóðalegur "Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs. Körfubolti 2. maí 2012 22:09
Helgi Jónas: Höfum beðið allt of lengi eftir þessu "Við höfum beðið lengi eftir þessu... alltof lengi!" sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 2. maí 2012 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Þór-Grindavík 72-78 | Grindavík Íslandsmeistari Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta eftir 78-72 útisigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar unnu þar með einvígið gegn Þór 3-1 en þeir urðu síðast Íslandsmeistarar 1996. Körfubolti 2. maí 2012 18:22
Benedikt: Menn börðust fyrir hverjum einasta bolta "Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2012 22:43
Þorleifur: Vorum okkur til skammar í kvöld "Við komum bara ekki tilbúnir í leikinn og spiluðum einfaldlega illa,"sagði Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tapið í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2012 22:38
Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu. Körfubolti 29. apríl 2012 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 91-98 | Frábær sigur Þórsara Þórsarar unnu glæsilegan og nokkuð óvæntan 98-91 sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Þórsarar minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1 og geta jafnað leikinn þegar liðin mætast í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldið. Körfubolti 29. apríl 2012 19:00
Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Körfubolti 27. apríl 2012 21:46
Örvar ráðinn til Njarðvíkur Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta. Körfubolti 26. apríl 2012 19:51
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 64-79 Grindavík er einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta eftir magnaðan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík er komið með 2-0 forskot í einvíginu. Körfubolti 26. apríl 2012 15:12
Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur Þórsarinn Guðmundur Jónsson býr í Njarðvík og keyrir nær daglega til Þorlákshafnar í æfingar og leiki. "Auðveldara en ég átti von á,“ segir Guðmundur. Hann keyrir enn og aftur í Höfnina í kvöld þegar Þór tekur á móti Grindavík. Körfubolti 26. apríl 2012 06:00
Heimsfriðurinn baðst afsökunar en má eiga von á þungri refsingu Metta World Peace, áður Ron Artest, sýndi gamalkunna takta þegar hann gaf James Harden svakalegt olnbogaskot í leik LA Lakers og Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 23. apríl 2012 23:45
Pálmi Rafn skoraði í tapleik Lilleström hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti að loknum fimm umferðum. Liðið tapaði fyrir Noregsmeisturum Molde á útivelli, 3-2. Fótbolti 23. apríl 2012 19:05
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-89 | Grindavík 1-0 yfir Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Körfubolti 23. apríl 2012 18:30
Sokkarnir færa mér gæfu Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi. Körfubolti 23. apríl 2012 07:00
Jón Arnar tekur við ÍR Körfuknattleiksdeild ÍR er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi í dag við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 21. apríl 2012 14:28
Ólafur: Bilaðist þegar ég sá löppina Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna gegn Stjörnunni í gær. Þjálfari Stjörnunnar kom honum fyrstur til hjálpar. Körfubolti 20. apríl 2012 18:45
Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændir Fannar Helgason var allt annað en sáttur eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann leikinn eftir spennandi lokamínútur þar sem gekk á ýmsu. Dómarar leiksins slepptu til að mynda að dæma brot á Grindvíkinga rétt áður en Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu leiksins. Körfubolti 19. apríl 2012 22:20
Óvíst um meiðsli Ólafs Þessa stundina er Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna þeirra ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 19. apríl 2012 22:15
Ólafur borinn af velli með slæm ökklameiðsli Ólafur Ólafsson, leikmaður körfuboltaliðs Grindavíkur, var borinn af velli með slæm ökklameiðsli í leik liðsins gegn Stjörnunni sem nú stendur yfir. Körfubolti 19. apríl 2012 19:40
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 77-79 | Grindavík í úrslitin Grindvíkingar eru komnir í úrslit á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn áttu magnaða endurkomu í leiknum en umdeild karfa Sigurðar Þorsteinssonar undir lokin tryggði gestunum sigur og sæti í úrslitum. Körfubolti 19. apríl 2012 13:44
Umfjöllun og viðtöl: Nýliðar Þórs slógu Íslandsmeistaralið KR út Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 83-80 sigur gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld. Þetta var þriðji sigur Þórsara í einvíginu sem endaði 3-1. Þór leikur gegn Stjörnunni eða Grindavík í úrslitum en staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Grindavík. Körfubolti 18. apríl 2012 18:45
Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 18. apríl 2012 06:00
Stjörnubjart í Grindavík Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65. Körfubolti 17. apríl 2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan | Grindavík er 2-1 yfir Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ. Körfubolti 16. apríl 2012 18:30