Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Oddur braut parketið í Ásgarði

    Oddur Kristjánsson, 17 ára bakvörður úr Stjörnunni, lét finna fyrir sér í leiknum á móti Njarðvík í gær. Réttara sagt þá lét hann parketið í Ásgarði finna fyrir sér.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 77-87

    Njarðvíkingar unnu í kvöld 87-77 sigur í Ásgarði á Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en góður sprettur Njarðvíkinga í seinni hálfleik skipti sköpum og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það bil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar unnu Stjörnuna - Hreinn hetja Tindastóls

    Þórsarar komust aftur upp í annað sætið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fimmstiga sigur á Stjörnunni, 105-100, í spennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjörnumenn hafa nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Tindastóll komst á sama tíma úr fallsæti eftir dramatískan heimasigur á Fjölni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    55 kíló farin hjá Grétari Inga

    Þorlákshafnarbúar eru stoltir af liði sínu í körfunni, ekki síst miðherjanum Grétari Inga Erlendssyni sem var 170 kíló fyrir tæpum tveimur árum en er nú kominn í toppform. Grétar er að ná sér góðum af meiðslum en ætlar sér að hjálpa Þórsurum að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrravetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell aftur á sigurbraut í Hólminum - þriðja tap KR í röð

    Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimmti sigur Keflvíkinga í röð

    Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð og stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Ísfirðinga með því að vinna níu stiga sigur á KFÍ, 111-102, í leik liðanna í Domnos-deild karla í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar áfram sigursælir í Ljónagryfjunni

    Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindavík í heimaleik á Íslandsmótinu síðan í mars 2008 og það breyttist ekki í kvöld. Grindvíkinga unnu leikinn með tólf stigum, 96-84, og fögnuðu þar sem sínum sjötta sigri í röð í Ljónagryfjunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Herbert byrjar vel með ÍR-liðið

    Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Herbert snýr aftur - tekur við ÍR ásamt Steinari

    ÍR-ingar hafa fundið eftirmann Jóns Arnars Ingvarssonar og ráðið þjálfara fyrir lokasprettinn í Dominos-deild karla í körfubolta. ÍR-ingar hafa komist að samkomulagi við þá Steinar Arason og Herbert Arnarson um að taka við liðinu í sameiningu út tímabilið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bara tvö lið í karlakörfunni hafa ekki rekið Kana í vetur

    Félagsskiptaglugginn í íslenska körfuboltanum er nú lokaður, sem þýðir að ekkert lið í Dominos-deild karla eða kvenna getur hér eftir bætt við sig eða skipt út bandarískum leikmanni til loka tímabilsins. Nokkur liðanna gerðu breytingar áður en fresturinn rann út um mánaðamótin og eftir þær eru það aðeins tvö af tólf liðum Dominos-deildar karla sem hafa ekki rekið bandarískan leikmann á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sallie stoppaði stutt á Sauðárkróki

    Roburt Sallie náði aðeins að leika einn leik með Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að láta hinn nýja leikmann fara frá félaginu þrátt fyrir að það séu aðeins tvær vikur síðan að hann kom á Krókinn. Þetta kemur fram á Feykir.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haminn rekinn vegna samskiptaörðugleika og virðingarleysis

    Haminn Quaintance, einn besti leikmaður Dominos-deildar karla, er á heimleið en Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfuknattleik hefur tekið þá ákvörðun að segja upp samningi við leikmanninn og var hann ekki með liðinu í síðasta leik liðsins í Dominos-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnar hættur með ÍR

    Jón Arnar Ingvarsson er hættur sem þjálfari liðs ÍR í Domino's-deild karla. Liðið situr á botni deildarinnar eftir fjórtán umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frábær fjórði leikhluti hjá Keflvíkingum

    Keflvíkingar eru komnir upp í fimmta sætið í Dominosdeild karla í körfubolta eftir 15 stiga sigur á KR, 100-85, í DHL-höllinni í kvöld en liðin höfðu þar með sætaskipti í deildinni. Keflvíkingar unnu síðustu fjórar mínútur leiksins með fimmtán stigum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þrír sigrar í röð hjá Ísfirðingum

    KFÍ vann sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta þegar Ísfiðringar fögnuðu sjö stiga heimasigri á Tindastól, 92-85 í fallbaráttuslag í kvöld. KFÍ komst alla leið upp í 9. sæti með þessum sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Amoroso aftur í Snæfell

    Asim McQueen lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir karlalið Snæfells í körfubolta er liðið lagði Stjörnuna í Garðabæ. Ryan Amoroso mun fylla skarð McQueen undir körfunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórt kvöld í körfunni

    Það verða tveir stórleikir í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar fjögur efstu lið deildarinnar mætast innbyrðis í 14. umferðinni. Það hefur lítið skilið á milli efstu liðanna í vetur og á dögunum voru meðal annars öll fjögur efstu liðin með jafnmörg stig. Það er því von á jöfnum leikjum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn í Höllina eftir stórsigur í Hólminum

    Það verða Grindavík og Stjarnan sem mætast í bikarúrslitaleiknum í körfunni í ár en þetta kom í ljós þegar Stjörnumenn burstuðu Snæfell 92-71, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar karla í Stykkishólmi í kvöld. Grindavík hafði unnið Keflavík 84-83 í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór í Toyota-höllinni í Keflavík fyrr í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Broussard kom Grindvíkingum í Höllina

    Aaron Broussard tryggði Grindavík sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni þegar hann nýtti annað af tveimur vítum sínum 5,46 sekúndum fyrir leikslok í undanúrslitaleik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag en Grindavík vann leikinn 84-83. Keflvíkingurinn Billy Baptist átti lokaskot leiksins en það geigaði.

    Körfubolti