Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 76-86 | Toppliðið enn taplaust Árni Jóhannsson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Helgi Már Magnússon. Vísir/Stefán KR-ingar eru enn taplausti í Dominos-deildinni eftir að hafa unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld. Það var sterkur fjórði leikhluti sem skilaði sigrinum en leikurinn hafði verið í járnum allt þangað til í seinasta fjórðunginum. Lokatölur urðu 76-86 KR í vil og hafa þeir núna unnið 12 leiki í röð. Það voru gestirnir úr Vesturbænum sem byrjuðu betur í leiknum í Ljónagryfjunni í kvöld og skoruðu þeir sex fyrstu stigin. Þegar heimamenn náðu áttum náðu þeir upp góðum varnarleik en náðu ekki að nýta sér það í sóknarleiknum. KR-ingar náðu að nýta mikið af sínum sóknum og komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar löguðu það aðeins fyrir lok leikhlutans og voru fimm stigum fyrir aftan gestina þegar annar leikhluti hófst, 18-23. Njarðvíkingar mættu síðan dýrvitlausir til leiks í annan leikhluta og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar um þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta, 27-27. Þar var það góður varnarleikur sem gerði þeim kleyft að jafna leikinn og síðan komast yfir 33-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til hálfleiks. KR-ingar sýndu hinsvegar afhverju þeir eru á toppi deildarinnar og fóru á 0-8 sprett til að ná forskotinu aftur upp í fimm stig. Þegar KR-ingar vilja þá geta þeir stundað fyrirferðalítinn en árangursríkann sóknarleik ásamt því að verjast vel. Heimamenn áttu síðan seinustu fjögur stig hálfleiksins og náðu að fara inn í búningsklefa einungis einu stigi undir. Nýjasti leikmaður heimamanna Stefan Bonneau sýndi lipra takta og var kominn með 15 stig í hálfleik á meðan Craion var í dýrsham hinum megin og kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik, 11 stig og 10 fráköst. KR-ingar náðu að byrja seinni hálfleikinn betur eins og í þeim fyrri en Njarðvíkingar voru þó fljótir að vakna og úr varð að þriðji leikhluti var gífurlega spennandi. Lengst af þriðja leikhluta var leikurinn hnífjafn og skiptust liðin á að skora og spila úrvals varnarleik. Mestum mun náði KR þegar leikhlutanum var lokið, fjórum stigum í stöðunni 62-66. Fjórði leikhluti byrjaðieins og leikurinn hafði spilast fram að honum, liðin skiptust á að skora og mikið fjör í Ljónagryfjunni. Þegar um tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum fóru KRöingar hinsvegar á mikið flug þar sem þeir læstu varnarleiknum sínum og spiluðu gífurlega vel í sókninni. Njarðvíkingar t.a.m. klikkuðu á skotklukkunni þrisvar sinnum með skömmu millibili og fóru á 0-10 sprett sem komm þeim í 13 stiga forskot, 65-78. Eftir þann sprett sigldu gestirnir leiknum í örugga höfn en sóknarleikur heimamnna hrundi algjörlega í síðasta leikhlutanum. Leiknum lauk með 10 stiga mun 76-86 KR í vil Stigahæstur heimamanna var Stefan Bonneaur en hann skoraði 33 stig í sínum fyrsta leik sýndi mjög flotta takta. Michael Craion og Finnur Atli Magnússon voru stigahæstir hjá gestunum með 18 stig en Craion reif niður að auki 13 fráköst. KR halda því áfram að vera taplausir og virðast illviðráðanlegir þegar þeir komast á flug. Njarðvíkingar geta hinsvegar tekið margt jákvætt frá þessum leik en eins og oft áður þá gengur illa að spila vel í 40 mínútur.Logi Gunnarsson: Sýndum í þrjá leikhluta að við eigum í fullu tréi við bestu liðin Logi Gunnarsson var spurður strax eftir leik hvað hafði gerst hjá heimamönnum í fjórða leikhluta en leikurinn hafði verið í járnum fyrstu þrjá leikhlutana. „Við fórum svolítið út í það að bíða eftir því að sjá hvað útlendingurinn okkar myndi gera og vorum ekki nógu áræðnir í sókninni, klikkuðum þá líka í vörninni út af því að við vorum ragir í sókninni. Það helst oft í hendur þegar gengur illa á öðrum enda vallarins þá fer að verða lélegt hinum megin líka. Við urðum þannig ragir við að fara á hringinn eins og við höfðum verið að gera framan af leik.“ „Við sýndum hins vegar í þrjá leikhluta að við erum gott lið og eigum í fullu tréi við þessi bestu lið eins og KR er og erum ágætlega sáttir með fyrstu þrjá leikhluta.“ Logi var því næst spurður hvort Njarðvíkingarnir hefðu sprungið enda kostar það gífurlega orku að halda í við lið eins og KR. „Ég vil ekki meina það, ég var ekki þreyttur þó það líti þannig út að lið sé orðið þreytt þegar allt fer að klikka bæði í vörn og sókn, ég held að það sé engin afsökun. Við eigum að geta spilað í 40 mínútur á móti þessu liði, við spiluðum fínann varnarleik framan af og aðaleikmenn þeirra fóru kannski ekki gang alveg strax en í fjórða leikhluta þá brotnaði þetta svolítið hjá okkur.“ Um nýjasta leikmann Njarðvíkinga, Stefan Bonneaur, sagði Logi, „Mér líst mjög vel á hann, hann er eldfljótur en við þurfum að venjast honum og hann að venjast okkur þannig að við komumst á sama damp og hann annars lofar þetta góðu.“Helgi Magnússon: Siglum fram úr í lokin með því að framkvæma okkar leik rétt „Við þurftum að byrja að stiga þá út, Snorri [Hrafnkelsson] var kominn með allavega 6 sóknarfráköst í hálfleik og líklega 10 eftir þrjá leikhluta án þess að ég viti. Síðan náðum við að þrengja aðeins vörnina“, sagði Helgi Magnússon þegar hann var spurður að því hvað KR hafði breytt í fjórða leikhlutanum til að sigla fram úr Njarðvík. „Þeir eru kannski ekki alveg á þeim stað sem þeir vilja vera ennþá enda nýr leikmaður hjá þeim, þannig að þetta var kannski pínu stirt hjá þeim sóknarlega í lokin. Þeir komu mér ekkert á óvart enda með flott lið og fengu flotta viðbót milli jóla og nýárs og Logi er eins og hann er, einn besti leikmaðurinn í deildinni. Þetta er búið að vera svona undanfarið hjá þessum liðum, það er hörkuleikir og þeir leikir sem við höfum unnið hafa farið svona, að við siglum fram úr í lokin með því að framkvæma okkar leik rétt.“ Helgi var því næst spurður út í árangur liðsins í deildinni og hvort KR-ingar hefðu nokkuð verið hræddir um að tapa fyrsta leik eftir áramót eins og í fyrra, verandi taplausir í deildinni. „Nei, heimurinn ferst ekkert ef við töpum. Þetta er bara þetta klassíska, við einbeitum okkur að næsta leik og ef við spilum ekki nógu vel þá töpum við og þá er það bara næsti leikur og áfram gakk.“ Njarðvík-KR 76-86 (18-23, 19-15, 25-28, 14-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 35/5 fráköst/6 stolnir, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 9/8 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/8 fráköst.KR: Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Michael Craion 18/13 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 16/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 10/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 5/5 fráköst.Njarðvík - KR [Bein textalýsing]4. leikhluti | 76-86: Leik lokið!! Heimamenn löguðu aðeins stöðuna en ekki nóg þegar upp er staðið.4. leikhluti | 70-84: Brynjar Björnsson misnotar eitt víti af tveimur og forskot KR-inga er 14 stig þegar 1:25 eru eftir.4. leikhluti | 70-83: Þetta hefur verið ágætasta frumraun hjá Stefan Bonneau, kappinn er kominn með 33 stig og er lang stigahæstur á vellinum. 3:08 eftir.4. leikhluti | 68-83: KR eru komnir langt með það að klára þennan leik, sóknarleikur þeirra gengur mjög vel á meðan heimamenn eru ískaldir. Leikhlé tekið þegar 3:56 eru eftir.4. leikhluti | 66-80: Pavel Ermolinski hefur lokið leik með fimm villur. Brynjar Björnsson kemur inn í hans stað, breiddin í Vesturbænum er óhugnarleg verður að segjast. KR leiðir með 14 stigum. 5:22 eftir.4. leikhluti | 65-78: Njarðvíkingar hafa misst boltann trekk í trekk í upphafi fjórða leikhluta, góð vörn KR-inga er að skila því og nýta gestirnir það í sóknum sínum. 0-10 sprettur hjá KR. 6:11 eftir.4. leikhluti | 65-72: Aftur misstu Njarðvíkingar boltann og Craion brunaði upp og lagði boltann í netið. Heimamenn taka leikhlé þegar 7:27 eru eftir.4. leikhluti | 65-70: Sterkur leikur hjá KR núna, tvær sóknir í röð hafa heimamenn fallið á skotklukkunni og gestirnir hafa náð að stela boltanum. 8:04 eftir.4. leikhluti | 65-68: Seinasti leikhlutinn er hafinn og liðin halda áfram að skiptast á körfum, heimamenn ná þó stigi til baka. 9:31 eftir.3. leikhluti | 62-66: Liðin skiptust á körfum seinustu mínútuna í leikhlutanum. KR-ingar áttu samt lokaorðið og leiða með fjórum stigum þegar einn fjórðungur er eftir af leiknum.3. leikhluti | 57-57: Leikurinn er jafn, enn og aftur kemst Bonneau á vítalínuna eftir að hafa skorað og nýtir hann vítið og jafnar leikinn. 1:51 eftir.3. leikhluti | 54-55: Aftur er skipst á körfum og stuðið heldur áfram í Ljónagryfjunni. 2:10 eftir.3. leikhluti | 52-53: Njarðvíkingar komust yfir með því að nýta tvö víti en KR svaraði í sömu mynt með tveimur vítum og halda þeir einu stigi í forskot. 3:05 eftir.3. leikhluti | 50-51: KR-ingar hafa fengið þrjú víti undanfarið en aðeins nýtt eitt og getur það verið dýrt þegar allt er talið til. 3:41 eftir.3. leikhluti | 50-50: Liðin skiptast á körfum og leikurinn er hnífjafn Craion náði í villu ásamt því að skora og nýtti vítið en Logi Gunnarsson svaraði því með því að skora úr þriggja stiga skoti. Þetta heldur vonandi svona áfram. 5:49 eftir.3. leikhluti | 45-45: Heimamenn náðu forystunni aftur þegar Logi Gunnarsson negldi niður þrist en Pavel var fljótur að svara fyrir það með öðrum þrist. Það vekur athygli að það eru fyrstu stig hans í leiknum, hann lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. 6:38 eftir.3. leikhluti | 40-42: Brynjar Þór Björnsson hefur byrjað sterkt í seinni hálfleik og hefur skorað öll fjögur stig gestanna. Bonneau heldur áfram þaðan sem áður var horfið, hann setti niður skot, fékk villu og nýtti vítið. 8:17 eftir.3. leikhluti | 37-40: Seinni hálfleikur er hafinn og gestirnir eru fyrstir á blað. 9:58 eftir.2. leikhluti | 37-38: Heimamenn áttu seinustu fjögur stig hálfleiksins og er munurinn aðeins eitt stig í hálfleik. Stefan Bonneau er kominn með 15 stig fyrir heimamenn og Mike Craion hefur sett niður 11 stig ásamt því að taka 10 fráköst.2. leikhluti | 33-38: Heimamenn taka leikhlé þegar 2:14 eru eftir.2. leikhluti | 33-38: Gestirnir ná 0-8 spretti og eru komnir fimm stigum yfir á ný. Það má ekki gefa þeim þessa spretti en það tekur mikið á að ná að haldi í við þá. 2:26 eftir.2. leikhluti | 33-30: Stefan Bonneau sýnir okkur að hann hefur gífurlegan hraða. Hann Kemur heimamönnum þremur stigum yfir með því að setja niður þriggja stiga skot, fá villu og nýta víti. 4:46 eftir.2. leikhluti | 29-30: Heimamenn eru komst yfir í fyrsta skipti í leiknum en KR var fljótt að leiðrétta það með þriggja stiga körfu. 5:55 eftir.2. leikhluti | 27-27: KR tekur leikhlé þegar 6:49 eru eftir.2. leikhluti | 27-27: Heimamenn hafa verið duglegir að þvinga gestina í að tapa boltanum. Það hefur leitt af sér að staðan er orðin jöfn í Ljónagryfjunni og 7 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti | 23-27: Njarðvíkingar unnu síðan boltann og áttu mjög langa sókn, þar sem þeir náðu þremur sóknarfráköstum. Þeir náðu hinsvegar ekki að nýta sóknina og KR skoraði á hinum endanum. 7:56 eftir.2. leikhluti | 23-25: Annar leikhluti er hafinn og byrjar hann með látum. Craion skoraði fyrir gestina en Logi Gunnarsson svaraði með þrist, stolnum bolta og tveggja stiga sniðskoti. Þetta er orðið stuð. 9:03 eftir.1. leikhluti | 18-23: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni og gestirnir leiða með fimm stigum að loknum 10 mínútum.1. leikhluti | 13-21: Gestirnir svara með 0-6 spretti sem eykur muninn í átta stig. 1:11 eftir.1. leikhluti | 13-15: Heimamenn ná muninum niður í 2 stig og það kveikir í áhangendunum þegar 2:20 eru eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 9-13: Varnarleikur hiemamanna hefur verið fínn en þeir hafa ekki náð að nýta sér það að fullu að stela boltanum eða verja skot og því heldur KR forystunni. 3:09 eftir.1. leikhluti | 5-11: Bonneau skorar sínu fyrstu stig fyrir Njarðvík úr þriggja stiga skoti en Helgi Magnúss. var ekki lengi að svara fyrir það með sama hætti. 4:45 eftir.1. leikhluti | 2-8: Heimamenn eru komnir á blað en KR-ingar eru ekki að nýta sér það að ná hverju sóknarfrákastinu á fætur öðru í upphafi leiks. 6:03 eftir.1. leikhluti | 0-6: Gestirnir eru fljótari úr startholunum og hafa skorað fyrstu sex stig leiksins. Ógnarkraftur í þeim í upphafi leiks. 8:29 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná uppkastinu og eiga fyrstu sókn. 9:58Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks núna og það þýðir aðeins eitt og það er að leikurinn er að fara að byrja.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld eru bestu liðin í deildinni á sitt hvorum endanum á vellinum í vetur. KR skorar mest allra liða að meðaltali eða 102,4 stig að meðaltali í leik. Heimamenn í Njarðvík fá fæst stig á sig af liðunum í deildinni eða 78,9 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Þetta verður samt sem áður engin ganga í garðinum hjá toppliðinu í kvöld þó þeir séu að mæta liðinu í sjötta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum á heimavelli það sem af er móti ásamt því að fyrsti leikur liðs sem er taplaust um áramót hefur tapast í þrjú af fjórum skiptum sem lið hefur verið taplaust þegar mót er hálfnað.Fyrir leik: Í áramótauppgjöri Dominos-deildarinnar sópuðu KR-ingar að sér verðlaunum. Michael Craion var valinn besti leikmaður fyrri helmings mótsins og var hann í liði fyrri hlutans ásamt félögum sínum Pavel Ermolinski og Helga Magnússon. Ásamt því var Finnur Stefánsson besti þjálfarinn í fyrstu 11 umferðunum, það er því með sanni hægt að segja að heimturnar hafi verið góðar hjá KR.Fyrir leik: KR vann líka alla leiki sína fyrir áramót í fyrra en tapaði þá fyrir Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári. Það var eina tap KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. KR-ingar eru enn taplausti í Dominos-deildinni eftir að hafa unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld. Það var sterkur fjórði leikhluti sem skilaði sigrinum en leikurinn hafði verið í járnum allt þangað til í seinasta fjórðunginum. Lokatölur urðu xx-xx KR í vil og hafa þeir núna unnið 12 leiki í röð. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
KR-ingar eru enn taplausti í Dominos-deildinni eftir að hafa unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld. Það var sterkur fjórði leikhluti sem skilaði sigrinum en leikurinn hafði verið í járnum allt þangað til í seinasta fjórðunginum. Lokatölur urðu 76-86 KR í vil og hafa þeir núna unnið 12 leiki í röð. Það voru gestirnir úr Vesturbænum sem byrjuðu betur í leiknum í Ljónagryfjunni í kvöld og skoruðu þeir sex fyrstu stigin. Þegar heimamenn náðu áttum náðu þeir upp góðum varnarleik en náðu ekki að nýta sér það í sóknarleiknum. KR-ingar náðu að nýta mikið af sínum sóknum og komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar löguðu það aðeins fyrir lok leikhlutans og voru fimm stigum fyrir aftan gestina þegar annar leikhluti hófst, 18-23. Njarðvíkingar mættu síðan dýrvitlausir til leiks í annan leikhluta og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar um þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta, 27-27. Þar var það góður varnarleikur sem gerði þeim kleyft að jafna leikinn og síðan komast yfir 33-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til hálfleiks. KR-ingar sýndu hinsvegar afhverju þeir eru á toppi deildarinnar og fóru á 0-8 sprett til að ná forskotinu aftur upp í fimm stig. Þegar KR-ingar vilja þá geta þeir stundað fyrirferðalítinn en árangursríkann sóknarleik ásamt því að verjast vel. Heimamenn áttu síðan seinustu fjögur stig hálfleiksins og náðu að fara inn í búningsklefa einungis einu stigi undir. Nýjasti leikmaður heimamanna Stefan Bonneau sýndi lipra takta og var kominn með 15 stig í hálfleik á meðan Craion var í dýrsham hinum megin og kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik, 11 stig og 10 fráköst. KR-ingar náðu að byrja seinni hálfleikinn betur eins og í þeim fyrri en Njarðvíkingar voru þó fljótir að vakna og úr varð að þriðji leikhluti var gífurlega spennandi. Lengst af þriðja leikhluta var leikurinn hnífjafn og skiptust liðin á að skora og spila úrvals varnarleik. Mestum mun náði KR þegar leikhlutanum var lokið, fjórum stigum í stöðunni 62-66. Fjórði leikhluti byrjaðieins og leikurinn hafði spilast fram að honum, liðin skiptust á að skora og mikið fjör í Ljónagryfjunni. Þegar um tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum fóru KRöingar hinsvegar á mikið flug þar sem þeir læstu varnarleiknum sínum og spiluðu gífurlega vel í sókninni. Njarðvíkingar t.a.m. klikkuðu á skotklukkunni þrisvar sinnum með skömmu millibili og fóru á 0-10 sprett sem komm þeim í 13 stiga forskot, 65-78. Eftir þann sprett sigldu gestirnir leiknum í örugga höfn en sóknarleikur heimamnna hrundi algjörlega í síðasta leikhlutanum. Leiknum lauk með 10 stiga mun 76-86 KR í vil Stigahæstur heimamanna var Stefan Bonneaur en hann skoraði 33 stig í sínum fyrsta leik sýndi mjög flotta takta. Michael Craion og Finnur Atli Magnússon voru stigahæstir hjá gestunum með 18 stig en Craion reif niður að auki 13 fráköst. KR halda því áfram að vera taplausir og virðast illviðráðanlegir þegar þeir komast á flug. Njarðvíkingar geta hinsvegar tekið margt jákvætt frá þessum leik en eins og oft áður þá gengur illa að spila vel í 40 mínútur.Logi Gunnarsson: Sýndum í þrjá leikhluta að við eigum í fullu tréi við bestu liðin Logi Gunnarsson var spurður strax eftir leik hvað hafði gerst hjá heimamönnum í fjórða leikhluta en leikurinn hafði verið í járnum fyrstu þrjá leikhlutana. „Við fórum svolítið út í það að bíða eftir því að sjá hvað útlendingurinn okkar myndi gera og vorum ekki nógu áræðnir í sókninni, klikkuðum þá líka í vörninni út af því að við vorum ragir í sókninni. Það helst oft í hendur þegar gengur illa á öðrum enda vallarins þá fer að verða lélegt hinum megin líka. Við urðum þannig ragir við að fara á hringinn eins og við höfðum verið að gera framan af leik.“ „Við sýndum hins vegar í þrjá leikhluta að við erum gott lið og eigum í fullu tréi við þessi bestu lið eins og KR er og erum ágætlega sáttir með fyrstu þrjá leikhluta.“ Logi var því næst spurður hvort Njarðvíkingarnir hefðu sprungið enda kostar það gífurlega orku að halda í við lið eins og KR. „Ég vil ekki meina það, ég var ekki þreyttur þó það líti þannig út að lið sé orðið þreytt þegar allt fer að klikka bæði í vörn og sókn, ég held að það sé engin afsökun. Við eigum að geta spilað í 40 mínútur á móti þessu liði, við spiluðum fínann varnarleik framan af og aðaleikmenn þeirra fóru kannski ekki gang alveg strax en í fjórða leikhluta þá brotnaði þetta svolítið hjá okkur.“ Um nýjasta leikmann Njarðvíkinga, Stefan Bonneaur, sagði Logi, „Mér líst mjög vel á hann, hann er eldfljótur en við þurfum að venjast honum og hann að venjast okkur þannig að við komumst á sama damp og hann annars lofar þetta góðu.“Helgi Magnússon: Siglum fram úr í lokin með því að framkvæma okkar leik rétt „Við þurftum að byrja að stiga þá út, Snorri [Hrafnkelsson] var kominn með allavega 6 sóknarfráköst í hálfleik og líklega 10 eftir þrjá leikhluta án þess að ég viti. Síðan náðum við að þrengja aðeins vörnina“, sagði Helgi Magnússon þegar hann var spurður að því hvað KR hafði breytt í fjórða leikhlutanum til að sigla fram úr Njarðvík. „Þeir eru kannski ekki alveg á þeim stað sem þeir vilja vera ennþá enda nýr leikmaður hjá þeim, þannig að þetta var kannski pínu stirt hjá þeim sóknarlega í lokin. Þeir komu mér ekkert á óvart enda með flott lið og fengu flotta viðbót milli jóla og nýárs og Logi er eins og hann er, einn besti leikmaðurinn í deildinni. Þetta er búið að vera svona undanfarið hjá þessum liðum, það er hörkuleikir og þeir leikir sem við höfum unnið hafa farið svona, að við siglum fram úr í lokin með því að framkvæma okkar leik rétt.“ Helgi var því næst spurður út í árangur liðsins í deildinni og hvort KR-ingar hefðu nokkuð verið hræddir um að tapa fyrsta leik eftir áramót eins og í fyrra, verandi taplausir í deildinni. „Nei, heimurinn ferst ekkert ef við töpum. Þetta er bara þetta klassíska, við einbeitum okkur að næsta leik og ef við spilum ekki nógu vel þá töpum við og þá er það bara næsti leikur og áfram gakk.“ Njarðvík-KR 76-86 (18-23, 19-15, 25-28, 14-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 35/5 fráköst/6 stolnir, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 9/8 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/8 fráköst.KR: Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Michael Craion 18/13 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 16/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 10/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 5/5 fráköst.Njarðvík - KR [Bein textalýsing]4. leikhluti | 76-86: Leik lokið!! Heimamenn löguðu aðeins stöðuna en ekki nóg þegar upp er staðið.4. leikhluti | 70-84: Brynjar Björnsson misnotar eitt víti af tveimur og forskot KR-inga er 14 stig þegar 1:25 eru eftir.4. leikhluti | 70-83: Þetta hefur verið ágætasta frumraun hjá Stefan Bonneau, kappinn er kominn með 33 stig og er lang stigahæstur á vellinum. 3:08 eftir.4. leikhluti | 68-83: KR eru komnir langt með það að klára þennan leik, sóknarleikur þeirra gengur mjög vel á meðan heimamenn eru ískaldir. Leikhlé tekið þegar 3:56 eru eftir.4. leikhluti | 66-80: Pavel Ermolinski hefur lokið leik með fimm villur. Brynjar Björnsson kemur inn í hans stað, breiddin í Vesturbænum er óhugnarleg verður að segjast. KR leiðir með 14 stigum. 5:22 eftir.4. leikhluti | 65-78: Njarðvíkingar hafa misst boltann trekk í trekk í upphafi fjórða leikhluta, góð vörn KR-inga er að skila því og nýta gestirnir það í sóknum sínum. 0-10 sprettur hjá KR. 6:11 eftir.4. leikhluti | 65-72: Aftur misstu Njarðvíkingar boltann og Craion brunaði upp og lagði boltann í netið. Heimamenn taka leikhlé þegar 7:27 eru eftir.4. leikhluti | 65-70: Sterkur leikur hjá KR núna, tvær sóknir í röð hafa heimamenn fallið á skotklukkunni og gestirnir hafa náð að stela boltanum. 8:04 eftir.4. leikhluti | 65-68: Seinasti leikhlutinn er hafinn og liðin halda áfram að skiptast á körfum, heimamenn ná þó stigi til baka. 9:31 eftir.3. leikhluti | 62-66: Liðin skiptust á körfum seinustu mínútuna í leikhlutanum. KR-ingar áttu samt lokaorðið og leiða með fjórum stigum þegar einn fjórðungur er eftir af leiknum.3. leikhluti | 57-57: Leikurinn er jafn, enn og aftur kemst Bonneau á vítalínuna eftir að hafa skorað og nýtir hann vítið og jafnar leikinn. 1:51 eftir.3. leikhluti | 54-55: Aftur er skipst á körfum og stuðið heldur áfram í Ljónagryfjunni. 2:10 eftir.3. leikhluti | 52-53: Njarðvíkingar komust yfir með því að nýta tvö víti en KR svaraði í sömu mynt með tveimur vítum og halda þeir einu stigi í forskot. 3:05 eftir.3. leikhluti | 50-51: KR-ingar hafa fengið þrjú víti undanfarið en aðeins nýtt eitt og getur það verið dýrt þegar allt er talið til. 3:41 eftir.3. leikhluti | 50-50: Liðin skiptast á körfum og leikurinn er hnífjafn Craion náði í villu ásamt því að skora og nýtti vítið en Logi Gunnarsson svaraði því með því að skora úr þriggja stiga skoti. Þetta heldur vonandi svona áfram. 5:49 eftir.3. leikhluti | 45-45: Heimamenn náðu forystunni aftur þegar Logi Gunnarsson negldi niður þrist en Pavel var fljótur að svara fyrir það með öðrum þrist. Það vekur athygli að það eru fyrstu stig hans í leiknum, hann lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. 6:38 eftir.3. leikhluti | 40-42: Brynjar Þór Björnsson hefur byrjað sterkt í seinni hálfleik og hefur skorað öll fjögur stig gestanna. Bonneau heldur áfram þaðan sem áður var horfið, hann setti niður skot, fékk villu og nýtti vítið. 8:17 eftir.3. leikhluti | 37-40: Seinni hálfleikur er hafinn og gestirnir eru fyrstir á blað. 9:58 eftir.2. leikhluti | 37-38: Heimamenn áttu seinustu fjögur stig hálfleiksins og er munurinn aðeins eitt stig í hálfleik. Stefan Bonneau er kominn með 15 stig fyrir heimamenn og Mike Craion hefur sett niður 11 stig ásamt því að taka 10 fráköst.2. leikhluti | 33-38: Heimamenn taka leikhlé þegar 2:14 eru eftir.2. leikhluti | 33-38: Gestirnir ná 0-8 spretti og eru komnir fimm stigum yfir á ný. Það má ekki gefa þeim þessa spretti en það tekur mikið á að ná að haldi í við þá. 2:26 eftir.2. leikhluti | 33-30: Stefan Bonneau sýnir okkur að hann hefur gífurlegan hraða. Hann Kemur heimamönnum þremur stigum yfir með því að setja niður þriggja stiga skot, fá villu og nýta víti. 4:46 eftir.2. leikhluti | 29-30: Heimamenn eru komst yfir í fyrsta skipti í leiknum en KR var fljótt að leiðrétta það með þriggja stiga körfu. 5:55 eftir.2. leikhluti | 27-27: KR tekur leikhlé þegar 6:49 eru eftir.2. leikhluti | 27-27: Heimamenn hafa verið duglegir að þvinga gestina í að tapa boltanum. Það hefur leitt af sér að staðan er orðin jöfn í Ljónagryfjunni og 7 mínútur til hálfleiks.2. leikhluti | 23-27: Njarðvíkingar unnu síðan boltann og áttu mjög langa sókn, þar sem þeir náðu þremur sóknarfráköstum. Þeir náðu hinsvegar ekki að nýta sóknina og KR skoraði á hinum endanum. 7:56 eftir.2. leikhluti | 23-25: Annar leikhluti er hafinn og byrjar hann með látum. Craion skoraði fyrir gestina en Logi Gunnarsson svaraði með þrist, stolnum bolta og tveggja stiga sniðskoti. Þetta er orðið stuð. 9:03 eftir.1. leikhluti | 18-23: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni og gestirnir leiða með fimm stigum að loknum 10 mínútum.1. leikhluti | 13-21: Gestirnir svara með 0-6 spretti sem eykur muninn í átta stig. 1:11 eftir.1. leikhluti | 13-15: Heimamenn ná muninum niður í 2 stig og það kveikir í áhangendunum þegar 2:20 eru eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 9-13: Varnarleikur hiemamanna hefur verið fínn en þeir hafa ekki náð að nýta sér það að fullu að stela boltanum eða verja skot og því heldur KR forystunni. 3:09 eftir.1. leikhluti | 5-11: Bonneau skorar sínu fyrstu stig fyrir Njarðvík úr þriggja stiga skoti en Helgi Magnúss. var ekki lengi að svara fyrir það með sama hætti. 4:45 eftir.1. leikhluti | 2-8: Heimamenn eru komnir á blað en KR-ingar eru ekki að nýta sér það að ná hverju sóknarfrákastinu á fætur öðru í upphafi leiks. 6:03 eftir.1. leikhluti | 0-6: Gestirnir eru fljótari úr startholunum og hafa skorað fyrstu sex stig leiksins. Ógnarkraftur í þeim í upphafi leiks. 8:29 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná uppkastinu og eiga fyrstu sókn. 9:58Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks núna og það þýðir aðeins eitt og það er að leikurinn er að fara að byrja.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld eru bestu liðin í deildinni á sitt hvorum endanum á vellinum í vetur. KR skorar mest allra liða að meðaltali eða 102,4 stig að meðaltali í leik. Heimamenn í Njarðvík fá fæst stig á sig af liðunum í deildinni eða 78,9 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Þetta verður samt sem áður engin ganga í garðinum hjá toppliðinu í kvöld þó þeir séu að mæta liðinu í sjötta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum á heimavelli það sem af er móti ásamt því að fyrsti leikur liðs sem er taplaust um áramót hefur tapast í þrjú af fjórum skiptum sem lið hefur verið taplaust þegar mót er hálfnað.Fyrir leik: Í áramótauppgjöri Dominos-deildarinnar sópuðu KR-ingar að sér verðlaunum. Michael Craion var valinn besti leikmaður fyrri helmings mótsins og var hann í liði fyrri hlutans ásamt félögum sínum Pavel Ermolinski og Helga Magnússon. Ásamt því var Finnur Stefánsson besti þjálfarinn í fyrstu 11 umferðunum, það er því með sanni hægt að segja að heimturnar hafi verið góðar hjá KR.Fyrir leik: KR vann líka alla leiki sína fyrir áramót í fyrra en tapaði þá fyrir Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári. Það var eina tap KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. KR-ingar eru enn taplausti í Dominos-deildinni eftir að hafa unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld. Það var sterkur fjórði leikhluti sem skilaði sigrinum en leikurinn hafði verið í járnum allt þangað til í seinasta fjórðunginum. Lokatölur urðu xx-xx KR í vil og hafa þeir núna unnið 12 leiki í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira