Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Við gleymum okkur á veiku hliðinni“

    Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld

    Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta er ekki boð­legt finnst mér“

    Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Of mörg til­felli sem hafa komið upp“

    Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sló í mynda­vél og gæti fengið bann

    Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu for­setann þarna?“

    For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son var á meðal á­horf­enda á fyrsta leik Grinda­víkur og Kefla­víkur í undan­úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sér­fræðingar Körfu­bolta­kvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömu­leiðis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Breytir ein­víginu ansi mikið“

    „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fengið nóg af því að vera rusla­­­kista fyrir við­bjóð frá fólki

    „Þetta er bara komið gott,“ segir körfu­bolta­dómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig full­saddan af ó­fyrir­leitnum skila­boðum. Að­kasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst um­breytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona á­reiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skít­kastið upp á yfir­borðið. Þá fyrst sé mögu­leiki á því að þeir sem sendi slík skila­boð sjái að sér.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Skákin er bara byrjuð“

    Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tók sinn tíma að jafna sig

    Bene­dikt Guð­munds­son, þjálfari Njarð­víkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í odda­leik gegn Þór Þor­láks­höfn í átta liða úr­slitum Subway deildar karla á dögunum. Það ein­vígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leik­mönnum Njarð­víkur sem mæta aftur til leiks í kvöld.

    Körfubolti