Á leiklistarhátíð í Kóreu Huld Óskarsdóttir og félagar úr leiksýningunni Memento Mori eru á leið til Suður-Kóreu til að sýna. Huld segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2007 07:00
Á bestu systur í heimi Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Tinna Lind Gunnarsdóttir sem situr fyrir svörum. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2007 06:30
Affleck og Damon skrifa saman á ný Vinirnir Ben Affleck og Matt Damon ætla að skrifa saman handrit á ný. Það hafa þeir ekki gert síðan 1997 þegar þeir skrifuðu handritið af kvikmyndinni Good Will Hunting, sem síðar hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handritið. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2007 14:56
Beðmálamynd endanlega staðfest Beðmál í borginni, einn af vinsælustu sjónvarpsþáttum allra tíma, mun loks komast á hvíta tjaldið. Eftir margra mánaða samningaviðræður hafa leikkonur þáttanna þær Sara Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristen Davis og Kim Cattrall loks náð samningum. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2007 14:22
Kaupi fötin þar sem þau eru flott Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Kristín Þóra Haraldsdóttir sem situr fyrir svörum. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2007 03:45
U-beygja hjá Baltasar Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral,“ segir Baltasar. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2007 02:45
Enn neistar milli Leo og Kate Innanbúðarmenn á tökustað kvikmyndarinnar Revolutionary Road segja að samband Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fyrir framan myndavélarnar sé engu síðra en það sem blasti við áhorfendum í vinsælustu kvikmynd allra tíma, Titanic, sem sýnd var fyrir réttum áratug. Leo og Kate leika elskendur í hinni nýju mynd og neistar á milli þeirra sem aldrei fyrr. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 06:15
Harry Potter á heimaslóðum Hundruð aðdáenda bókaraðarinnar um Harry Potter flykktust á Leicester Square í London á þriðjudagskvöldið, þegar fimmta kvikmyndin um ævintýri galdrastráksins, Harry Potter and the Order of the Phoenix, var frumsýnd á heimaslóðum hans. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 06:15
Tékkar mjög hrifnir af Mýrinni Gagnrýnandi kvikmyndabiblíunnar Variety fer fögrum orðum um kvikmyndina Mýrina eftir Baltasar Kormák en hún var frumsýnd á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi á sunnudaginn. Segir Eddie Crockrell að myndin eigi eflaust eftir að vekja mikla athygli, hún höfði til margra og eigi vafalítið eftir að gera góða hluti á kvikmyndahátíðum úti um allan heim. Þá hrósar hann sérstaklega tæknilegu hliðinni. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:45
Allen gerir Barcelona að Manhattan Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:30
Brad leikur Bullitt Brad Pitt mun leika aðalhlutverk í endurgerð á myndinni Bullitt frá árinu 1968. Pitt mun fara með hlutverk Franks Bullitt sem leikarinn Steve McQueen gerði ódauðlegan í myndinni. „Brad á margt sameiginlegt með McQueen. Hann elskar mótorhjól og er mikið fyrir hraðskreiða bíla. Þetta var því draumahlutverk fyrir hann,“ sagði heimildarmaður. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:15
Dagurinn sem þú hittir Guð Kvikmyndin Evan Almighty var frumsýnd í gær en hún er sjálfstætt framhald Bruce Almighty sem sló í gegn fyrir fjórum árum. Þá fékk Jim Carrey að vera Guð en að þessu sinni er það Steve Carell sem fær skemmtilegt hlutverk hjá almættinu. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 00:01
Gerir pitsurnar sjálfur Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Bjarni Snæbjörnsson sem situr fyrir svörum. Bíó og sjónvarp 4. júlí 2007 09:45
Mýrin í nýju ljósi Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2007 08:45
Getur síst verið án gormabókarinnar Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2007 07:00
McClane á gervihnattaöld Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót. Bíó og sjónvarp 30. júní 2007 00:01
Aguilera vill leika Söngkonan Christina Aguilera hefur mikinn áhuga á að spreyta sig í leiklist á komandi árum og segist hún þegar þurft að hafa hafnað nokkrum tilboðum um stór hlutverk í þáttum og kvikmyndum. Aguilera kom fram í litlu hlutverki í sjónvarpsþáttunum CSI: New York fyrir skemmstu auk þess sem hún talaði inn á teiknimyndina Shark’s Tale á sínum tíma. Bíó og sjónvarp 29. júní 2007 03:00
Hvunndagshetjan McClane Í gær var fjórða kvikmyndin um John McClane frumsýnd en hann hefur verið þrándur í götu hryðjuverkamanna síðustu tuttugu árin. En af hverju skyldu þessar kvikmyndir njóta svona mikillar hylli að til þeirra er vitnað í öllum mögulegum afþreyingariðnaði? Bíó og sjónvarp 28. júní 2007 08:00
The Lodger endurgerð Þögul mynd Alfreds Hitchcock frá árinu 1927, The Lodger, verður endurgerð í Hollywood á næstunni. The Lodger fjallar um dularfullan mann sem leigir herbergi á heimili Bunting-fjölskyldunnar á sama tíma og raðmorðingi hrellir íbúa London. Bíó og sjónvarp 28. júní 2007 06:30
Fishburne tryggir sér Alkemistann Bandaríski kvikmyndaleikarinn Laurence Fishburne mun leikstýra kvikmyndaútgáfu af hinni ofurvinsælu bók Paul Coelho, Alkemistinn. Allar líkur eru á því að Fishburne muni einnig koma að handritsskrifum en málið ku vera á upphafsreit. Alkemistinn er einhver vinsælasta bók allra tíma og hefur setið á toppi metsölulista um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bíó og sjónvarp 28. júní 2007 06:00
Tvö fyrirtæki slást um Star Trek „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nú kapphlaup milli Saga Film og Pegasusar um tökur á nýjustu Star Trek-myndinni. Bíó og sjónvarp 27. júní 2007 05:00
Evan beint á toppinn Gamanmyndin Evan Almighty fór beint í efsta sæti norður ameríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Náði myndin þó aðeins inn rúmlega helmingi af aðsóknartekjum forvera síns, Bruce Almighty. Bíó og sjónvarp 26. júní 2007 08:45
Leikverk sem fólk vill sjá Tveir leiklistarnemar úr Listaháskóla Íslands skipa OB-leikhópinn sem er einn af þeim hópum sem standa fyrir Skapandi sumarstarfi í sumar. Það er Hitt húsið sem stendur á bakvið hópana eins og fyrri sumur. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 12:30
Hart deilt um Slóð fiðrildanna „Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 12:00
Citizen Kane best Kvikmynd Orsons Welles frá árinu 1941, Citizen Kane, hefur verið kjörin besta bandaríska mynd allra tíma af bandarísku kvikmyndastofnuninni, AFI. Myndin var einnig á toppnum þegar listi stofnunarinnar var síðast birtur árið 1998. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 10:00
Weisz leikur hjá Jackson Rachel Weisz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Myndin er byggð á metsölubók Alice Seabold. Weisz leikur móður stúlku sem var rænt og síðan myrt. Getur stúlkan fylgst með fjölskyldu sinni að handan og séð hvernig missirinn breytir henni smám saman. Bíó og sjónvarp 22. júní 2007 03:00
Góða hjarta Dags í biðstöðu „Við erum að velta þessu fyrir okkur núna og ég reikna með að þetta ætti að skýrast á næsta hálfa mánuðinum,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi kvikmyndarinnar The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson. Allt bendir nú til þess að upphaflegum leikarahópi með þá Tom Waits og Ryan Gosling í fararbroddi verði alfarið skipt út. Bíó og sjónvarp 22. júní 2007 01:15
Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Bíó og sjónvarp 20. júní 2007 10:34
Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Bíó og sjónvarp 15. júní 2007 09:15
Sicko opnar Bíódaga Græna ljóssins Sicko, nýjasta mynd Michael Moore leikstjóra myndanna Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 verður opnunarmynd tveggja vikna kvikmyndaveislu Græna Ljóssins, sem stendur dagana 15. - 29. ágúst í Regnboganum. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 10:19