Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur 16. ágúst 2011 17:00 Hluti af þáttaröðinni Game of Thrones verður væntanlega tekinn upp hér á Íslandi í lok þessa árs. Sean Bean leikur aðalhlutverkið í þáttunum en íslenski leikarinn Guðmundir Ingi Þorvaldsson var boðaður í prufu fyrir bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Hann á einnig að mæta í prufu fyrir þriðju og fjórðu þáttaröðina í október. Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08