Vinna að framhaldi Dodgeball Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 12:41
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 10:48
Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 07:00
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 22:14
Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 20:00
Carrie Bradshaw snýr aftur Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 16:52
Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2023 09:25
Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18. apríl 2023 07:57
Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Innlent 17. apríl 2023 14:24
Allir styrkirnir í RÚV-verkefni Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Innlent 16. apríl 2023 15:01
Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Viðskipti innlent 13. apríl 2023 21:55
Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Innlent 13. apríl 2023 19:03
Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Bíó og sjónvarp 13. apríl 2023 14:11
Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2023 18:22
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. Innlent 12. apríl 2023 14:57
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. Innlent 12. apríl 2023 10:14
Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2023 10:55
Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent. Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny, sem gæti útlagst á íslensku sem Indiana Jones og örlagaskífan. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 19:23
Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 15:25
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4. apríl 2023 09:49
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2023 19:57
Steindi og Arró féllust í faðma á hátíðarfrumsýningu Óráðs Í gær fór fram sérstök hátíðarfrumsýning á íslensku hryllingsmyndinni Óráði í Smárabíói. Myndin fer í almenna sýningu á morgun en leikarar og aðstandendur myndarinnar tóku forskot á sæluna í gær ásamt góðum gestum. Lífið 30. mars 2023 14:22
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29. mars 2023 14:30
Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. Lífið 28. mars 2023 07:01
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Innlent 26. mars 2023 20:06
Forsetahjónin hittu Foster Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. Lífið 23. mars 2023 15:52
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22. mars 2023 16:29
Vann bikar og Eddu sömu helgina Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Handbolti 22. mars 2023 08:01
Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 15:30
Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 14:01