Flatur strúktúr gekk ekki upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 13:57 Ný stjórn WIFT á Íslandi. WIFT á Íslandi María Sigríður Halldórsdóttir hefur tekið formennsku WIFT á Íslandi eftir að stjórnin starfaði með flötum strúktúr án formanns í eitt ár. Fyrirkomulagið þótti ekki ganga upp. WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006 og er ekki rekið í hagnaðarskyni. „Í félaginu eru einstaklingar sem eru með ástríðu fyrir faginu og vill WIFT leggja áherslu á þátttöku og valdeflingu meðlima á öllum stigum ferils þeirra innan fagsins. WIFT vilja styðja við konur og kvár í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og hvetjum öll að ganga í félagið,“ segir í tilkynningu. „Markmið WIFT er að íslensk kvikmynda-og sjónvarpsgerð, bæði fyrir framan og aftan myndavélina endurspegli samfélagið okkar með öllum sínum fjölbreytileika. Það mun veita sterkari frásagnir ásamt fjölbreytt blæbrigði í sjónarhornum, hvetjandi fyrirmyndir og eflir lýðræði og samheldni í samfélaginu okkar. WIFT á Íslandi vill skapa samfélag þar sem er sanngjarnt og aðgengilegt fyrir öll.“ Á aðalfundi WIFT á Íslandi þann 15. nóvember síðastliðinn var María Sigríður kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru gjaldkerinn Ylfa Þöll Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimirnir Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Lína Thoroddsen og Ríkey Konráðs, og varakonurnar Guðrún Daníelsdóttir og Rebekka A. Ingimundardóttir. „Í lok síðasta árs kynnti WIFT á Íslandi nýja stjórn með flötum strúktúr sem tilraun til eins árs. Tilraunin var að hafa ekki einn formann heldur stjórn með forystu sem starfar sem ein heild. Þetta stjórnarform náði ekki tilætluðum árangri.“ Á aðalfundinum var einnig farið yfir síðasta starfsár WIFT. Í samstarfi við Stockfish Film Festival var WIFT móttaka í Bíó Paradís. Fólki af öllum „kynjum var boðið að koma til þess að skála fyrir 18 ára starfsemi WIFT á Íslandi og virkja tengslanet sín. „Viðburðurinn gekk vonum framar og var betri mæting en von var um. WIFT varð aðstandandi Kvennaárs 2025 en aðstandendur Kvennaárs 2025 eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga. WIFT er búið að skuldbinda sig til þess að taka þátt í dagskrá Kvennaárs 2025 með einhverjum hætti, með viðburði eða herferð á næsta ári undir formerkjum Kvennaárs ásamt því að vera með fulltrúa í stjórn Kvennaárs,“ segir í tilkynningu. Stjórn WIFT á Íslandi sendi frá sér eftirfarandi grein en hún var einnig send inn sem athugasemd við fjárlagafrumvarpið og bréf til Lilju Alfreðsdóttur. „Það má nefna að á aðalfundi fögnuðu fundargestir því að breytingu á niðurskurð á fjárlögum til kvikmyndasjóðs og var rætt hvort greinin og athugasemdir um niðurskurð haft áhrif.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006 og er ekki rekið í hagnaðarskyni. „Í félaginu eru einstaklingar sem eru með ástríðu fyrir faginu og vill WIFT leggja áherslu á þátttöku og valdeflingu meðlima á öllum stigum ferils þeirra innan fagsins. WIFT vilja styðja við konur og kvár í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og hvetjum öll að ganga í félagið,“ segir í tilkynningu. „Markmið WIFT er að íslensk kvikmynda-og sjónvarpsgerð, bæði fyrir framan og aftan myndavélina endurspegli samfélagið okkar með öllum sínum fjölbreytileika. Það mun veita sterkari frásagnir ásamt fjölbreytt blæbrigði í sjónarhornum, hvetjandi fyrirmyndir og eflir lýðræði og samheldni í samfélaginu okkar. WIFT á Íslandi vill skapa samfélag þar sem er sanngjarnt og aðgengilegt fyrir öll.“ Á aðalfundi WIFT á Íslandi þann 15. nóvember síðastliðinn var María Sigríður kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru gjaldkerinn Ylfa Þöll Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimirnir Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Lína Thoroddsen og Ríkey Konráðs, og varakonurnar Guðrún Daníelsdóttir og Rebekka A. Ingimundardóttir. „Í lok síðasta árs kynnti WIFT á Íslandi nýja stjórn með flötum strúktúr sem tilraun til eins árs. Tilraunin var að hafa ekki einn formann heldur stjórn með forystu sem starfar sem ein heild. Þetta stjórnarform náði ekki tilætluðum árangri.“ Á aðalfundinum var einnig farið yfir síðasta starfsár WIFT. Í samstarfi við Stockfish Film Festival var WIFT móttaka í Bíó Paradís. Fólki af öllum „kynjum var boðið að koma til þess að skála fyrir 18 ára starfsemi WIFT á Íslandi og virkja tengslanet sín. „Viðburðurinn gekk vonum framar og var betri mæting en von var um. WIFT varð aðstandandi Kvennaárs 2025 en aðstandendur Kvennaárs 2025 eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga. WIFT er búið að skuldbinda sig til þess að taka þátt í dagskrá Kvennaárs 2025 með einhverjum hætti, með viðburði eða herferð á næsta ári undir formerkjum Kvennaárs ásamt því að vera með fulltrúa í stjórn Kvennaárs,“ segir í tilkynningu. Stjórn WIFT á Íslandi sendi frá sér eftirfarandi grein en hún var einnig send inn sem athugasemd við fjárlagafrumvarpið og bréf til Lilju Alfreðsdóttur. „Það má nefna að á aðalfundi fögnuðu fundargestir því að breytingu á niðurskurð á fjárlögum til kvikmyndasjóðs og var rætt hvort greinin og athugasemdir um niðurskurð haft áhrif.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira