Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukur Heiðar til AIK

    Sænska vefsíðan Fotboll Direkt greinir frá nú í kvöld að Haukur Heiðar Hauksson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AIK. Viðræður hafa staðið yfir milli AIK og KR síðustu vikur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström

    Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Atli Fannar til Víkings

    Víkingur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild karla á næsta tímabili, en félagið hefur komist að samkomulagi um kaup á sóknarmanninum Atla Fannari Jónssyni frá ÍBV.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KV veltir fyrir sér hvort það vilji fara aftur upp í 1. deild

    Páll Kristjánsson, formaður KV, segir að liðið hafi varla áhuga á að taka annað eins tímabil í 1. deild karla og það gerði í sumar. KV féll úr 1. deildinni í haust og segir Páll að sú spurning hafi vaknað hjá sér hvort hann hafi í raun áhuga á því að keppa að því að komast aftur upp úr 2. deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hafnaði tilboði frá Åtvidaberg

    Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, hefur hafnað tilboði frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg en hann æfði með liðinu fyrir skömmu. Aðalmarkvörður félagsins, Henrik Gustavsson, er orðinn 38 ára gamall og var vilji hjá forráðamönnum liðsins til að semja við Ingvar.

    Íslenski boltinn