Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­málið fíkni­sjúk­dómar

Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Kaldhæðni örlaganna hjá Viðreisn

Þingflokkur Viðreisnar lagði fram tímabæra beiðni á dögunum um sérstaka umræðu um sóttvarnir og frelsi í þinginu. Umræðan er langþráð á þeim vettvangi enda hefur það aldrei verið skrifað inn í starfslýsingu sóttvarnarlæknis að hann skuli einn meta hvort vegur þyngra, smitvarnir eða frelsi fólks.

Klinkið
Fréttamynd

Forseti Alþingis smitaður af Covid-19

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki: Eftir hverju er að bíða?

Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis.

Skoðun
Fréttamynd

„Lestar­slys í slow motion“

Kosninga­klúðrið sem hel­tók líf okkar í lok septem­ber­mánaðar var „lestar­slys í slow motion“ eins og einn þing­mannanna sem datt út af þingi við endur­talninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmti­lega mál, sem má kannski kalla helsta frétta­mál ársins?

Innlent
Fréttamynd

Óli Björn greindist með Covid-19

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Graf­alvar­legt mál að læsa frískt fólk inni“

„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa

Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri þingmenn Viðreisnar smitast

María Rut Kristinsdóttir, þriðji varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er með kórónuveiruna. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með veiruna á síðustu dögum og nú virðist veiran ætla að ná taki á varaþingmönnum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr

Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðara að sitja í ein­angrun en að setja sig inn í fjár­lögin

Vara­þing­menn Við­reisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjár­laga­frum­varpið um helgina til að geta tekið þátt í um­ræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þing­menn Við­reisnar hafa greinst með kórónu­veiruna. Það er ein­stakt í sögunni að svo stór þing­flokkur sé al­farið skipaður vara­mönnum vegna veikinda.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól

„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn undirlögð af veirunni

Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa.

Innlent
Fréttamynd

105 ár Fram­sóknar fyrir ís­lenskt sam­fé­lag

Kæri lesandi.Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu.

Skoðun