Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 16:39 Simmi Vill datt óvænt inn á sjálfa þingmannaveisluna á Nordica um helgina og hleypti aukafjöri í samkomuna með dansi og krefjandi spurningum. vísir/vilhelm Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi. Alþingi Næturlíf Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi.
Alþingi Næturlíf Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira