Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 16:39 Simmi Vill datt óvænt inn á sjálfa þingmannaveisluna á Nordica um helgina og hleypti aukafjöri í samkomuna með dansi og krefjandi spurningum. vísir/vilhelm Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi. Alþingi Næturlíf Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi.
Alþingi Næturlíf Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira