Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 19:40 Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23
Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20