Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Karlar á jeppum og því er snjó­ruðningur góður

Talsverð vinna hefur verið lögð í það í fjárlögum að finna út hvaða áhrif lögin hafa á jafnrétti kynjanna. Þannig er að finna sérstakan kafla í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gerð er grein fyrir þessari vinnu og niðurstöðum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðingar elli­líf­eyris­þega um landsmálin, um­hverfis og orkumálin.

Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis).

Skoðun
Fréttamynd

Alexandra af­þakkar þriðja sætið

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. 

Innlent
Fréttamynd

Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent
Fréttamynd

Öflugur Kvik­mynda­sjóður er for­senda kvikmyndastefnunnar

Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.)

Skoðun
Fréttamynd

Ekki heppi­legt ef verka­lýðs­hreyfingin tæmist inn á Al­þingi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Grímur undir feldi

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Alma og Guð­mundur Ari leiða í Kraganum

Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skýrari svör um af­greiðslu fjár­laga og þing­slit

Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert drama á bak við frestun fundarins

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram á morgun verði frestað fram á fimmtudagskvöld. Á fundinum stendur til að kynna allan lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðs segir ástæðuna ekki vera nokkurs konar ágreining.

Innlent
Fréttamynd

Fimm þing­menn af átta horfnir á braut

Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar verða ekki á lista flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut.

Innlent
Fréttamynd

Græningjar vilja fara fram í öllum kjör­dæmum

Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum.

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Mið­flokkinn

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Alma vill leiða Sam­fylkinguna í Kraganum

Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Átti sam­tal við Höllu Hrund fyrir stjórnar­slitin

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni hættur við og styður Ölmu

Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís svarar gagn­rýni vegna hús­næðis­styrks

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt.

Innlent
Fréttamynd

Þiggja milljónir í hús­næðis­styrk þótt þau búi ná­lægt Al­þingi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund gengin til liðs við Fram­sókn og tekur sæti for­mannsins

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefur verið að ýta við mér“

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans.

Innlent