Bæjarstjóri dembir sér í landsmálin Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Innlent 21. október 2024 14:20
Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Innlent 21. október 2024 12:35
Fimm þingmenn af átta horfnir á braut Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar verða ekki á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut. Innlent 21. október 2024 11:22
Mun ræða við formenn flokkanna um fjárlögin Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað formenn stjórnmálaflokka á þingi á fund um hádegisbil í dag til að ræða framhald vinnunnar við afgreiðslu fjárlaga. Innlent 21. október 2024 09:04
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. Innlent 20. október 2024 16:01
Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Miðflokkinn Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum. Innlent 20. október 2024 11:47
Spurt um áhuga fólks á Degi í forystu í Reykjavík Keyptar voru spurningar í spurningavagn Prósents til að kanna áhuga á framboði Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Innlent 20. október 2024 09:43
„Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. Innlent 19. október 2024 14:51
Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. Innlent 19. október 2024 12:57
Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Innlent 19. október 2024 11:46
Guðmundur Árni hættur við og styður Ölmu Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu. Innlent 19. október 2024 11:14
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Innlent 19. október 2024 09:58
Þórdís svarar gagnrýni vegna húsnæðisstyrks Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt. Innlent 19. október 2024 09:35
Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Innlent 18. október 2024 23:08
Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Innlent 18. október 2024 15:15
Vill úr borgarstjórn á Alþingi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. Innlent 18. október 2024 12:52
„Fólk hefur verið að ýta við mér“ Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans. Innlent 18. október 2024 10:37
Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar er hafinn. Starfsstjórnin var mynduð í kjölfar stjórnarslita en um er að ræða minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Innlent 18. október 2024 09:20
Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Innlent 17. október 2024 19:17
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. Innlent 17. október 2024 16:23
Vilhjálmur blandar sér í baráttuna í Kraganum Enn bætist í fjölda þeirra sem vilja sæti ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, gefur kost á sér í annað til fjórða sæti listans. Innlent 17. október 2024 15:42
Sara sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík hjá Pírötum Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata sækist eftir því að leiða lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Fyrr í dag tilkynnti Lenya Rún Taha Karim um það sama. Áður hafa oddvitar kjördæmanna og þingmenn flokksins, Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson, gefið það út að þau ætli að halda áfram. Það er því ljóst að slagur verður um efstu sætin í prófkjöri Pírata. Innlent 17. október 2024 15:41
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Innlent 17. október 2024 15:25
Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. Innlent 17. október 2024 15:09
TikTok, upplýsingaóreiða og stjórnvöld Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu. Skoðun 17. október 2024 15:01
G. Sigríður vill annað sætið í Norðvestur G. Sigríður Ágústsdóttir hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hún er fædd og uppalin á Bíldudal og býr í dag í Reykjavík. Innlent 17. október 2024 14:56
Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Innlent 17. október 2024 14:45
Bjarni hættur í Vinstri grænum Bjarni Jónsson þingmaður hefur sagt sig úr Vinstri grænum og sagt skilið við þingflokkinn. Hann segir flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Innlent 17. október 2024 14:44
Píratar halda prófkjör Kjörstjórn Pírata fyrir alþingiskosningar 2024 hefur boðað til prófkjörs dagana 20.–22. október næstkomandi þar sem kosið verður um sæti á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Innlent 17. október 2024 12:56
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. Innlent 17. október 2024 12:44