Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Samfylkingin rannsaki þátt flokksins í bankahruninu

Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir að kannski sé kominn tími til að Samfylkingin rannsaki þátt flokksins í bankahruninu í stað þess að bíða skjálfandi eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Andmælabréfin hafa verið send út

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sent út andmælabréf til þeirra einstaklinga í stjórnkerfinu sem nefndin telur að hafi hugsanlega sýnt vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Skilar ekki fjárhagsupplýsingum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, nýr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þingnefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur ekki sent Ríkisendurskoðun upplýsingar um kostnað við prófkjör sitt fyrir kosningarnar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Drógu í lengstu lög að bregðast við

Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, segir að yfirvöld hér á landi hafi dregið það í lengstu lög að taka ákvarðanir um aðgerðir sumarið 2008. Seðlabankastjóri Hollands kom fyrir rannsóknarnefnd hollenska þingsins í morgun og hér að neðan má nálgast handrit að yfirheyrslunum yfir honum og Wouter Bos, fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á glæpnum

Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl

Skoðun
Fréttamynd

Kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og segir tengingar hans við tugmilljarða viðskiptafléttu Milestone og fleiri félaga standast skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Kauphöllin: Skoða verður uppgjör bankanna fyrrihluta 2008

Forstjóri Kauphallarinnar segir að skoða verði hvort hálfsársuppgjör bankanna 2008 hafi verið rétt og reikningarnir eðlilega sett fram. Einnig þurfi að kanna í þaula hvort yfirlýsingar bankastjóranna nokkrum mánuðum fyrir hrun um gæði eignasafna og sterka lausafjárstöðu standist skoðun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrsla Rannsóknarnefndar ætti að leiða hið rétta í ljós

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Þolinmæði stjórnarandstöðunnar að bresta

Þolinmæði stjórnarandstöðunnar gagnvart ríkisstjórninni um að ná samstöðu um lausn Icesave málsins er að bresta, eftir fund þeirra í dag, sem lauk rétt fyrir fréttir. Fjármálaráðherra telur þó að samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave gætu hafist innan hálfs mánaðar og tekið stuttan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu

„Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður í stað Ásbjörns

Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun taka sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmannanefnd sem semur tillögur um viðbrögð vegna hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt

„Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn

Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin móðgar þing og þjóð

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, segir ekki hægt að bíða lengur eftir því að rannsóknarnefnd Alþingis gefi út hvaða dag skýrsla nefndarinnar verði birt. Annað sé móðgun við þjóð og þing.

Innlent
Fréttamynd

Opinberar yfirheyrslur

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson ræddi við Jeremy Paxman í fréttaskýringaþættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu í byrjun janúar, var ekki annað að skilja á forsetanum en Íslendingar gætu kennt Bretum sitthvað um framgang lýðræðislegra stjórnarhátta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mál Ásbjörns rætt í nefndinni

Formaður nefndar alþingismanna, sem ætlað er að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, gerir ráð fyrir að mál Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verði rætt í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða ætti lögin

Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Gleymda skýrslan

Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Þykir fresturinn óþægilegur

„Ég hef þá skoðun að svo fremi sem þessi skýrsla hafi eitthvert innihald og innlegg í rannsókn þessa máls, eins og henni er ætlað að verða, þá er mjög slæmt að það skuli dragast að henni sé skilað,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, um þá ákvörðun rannsóknarnefndar Alþingis að fresta skýrslunni til lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Hrunskýrslu aftur seinkað

Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur þess huganlega út í lok febrúar.

Innlent