Fékk ályktun samþykkta einróma á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 13:58 Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“ Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata var í í síðasta mánuði fyrst íslenskra þingmanna til að fá ályktun samþykkta á þingi Alþjóðaþingmannasamtakanna í Genf. Ályktunin fjallar um að tryggja mannréttindi fólks á internetinu til jafns við réttindi þess í raunheimum. Þing Alþjóðaþingmannasambandsins fór fram í Genf í Sviss í næst síðustu viku októbermánaðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í gær að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefði haft frumkvæði fyrir og verið framsögumaður að ályktun í mannréttindanefnd sambandsins ásamt þingmanni frá Suður Kóreu um réttindi fólks á internetinu. Hældi Ragnheiður Birgittu fyrir eljusemina í málinu. „Þessi tillaga fjallar um lýðræði í hinum stafrænu heimum og ógnum gegn friðhelgi einkalífsins. Hún er í töluvert mörgum liðum sem lúta bæði að eftirliti þingnefnda með þeim sem stunda njósnir í hverju ríki fyrir sig og eftirliti með einkafyrirtækjum,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Ályktunin nái einnig til uppljóstrara bæði heima og heiman sem ákveðin viðbrögð við aðstæðum Edward Snowden sem gerður hafi verið heimilislaus. „Hún fjallar um réttindi blaðamanna, hún fjallar um mikilvægi þess að styrkja lýðræðið á þann veg að þú getir greitt atkvæði án þess að eiga það á hættu að það sé hægt að rekja það til þín og margt annað.“ Þá sé búið að þýða álytunina yfir á íslensku og skýrsla um málið verði lögð fyrir innanríkisráðherra til að kanna hvar Ísland standi miðað við efni ályktunarinnar. Um 166 ríki eiga aðild að Alþjóðaþingmannasambandinu og segir Birgitta mikla vinnu hafa farið í gerð ályktunarinnar með aðstoð fólks víða að. En ályktunin byggi meðal annars á ályktunum frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Tekist hafi að ná málamiðlunum og að forða slæmum breytingartillögum sem að lokum hafi leitt til þess að ályktunin hafi verið samþykkt einróma á þinginu. Hvað þýðir það að fá svona tillögu í gegn? „Það þýðir það að öll þessi ólíku lönd sem eiga aðild að þar hafa núna verkfæri til þess að þrýsta á sín yfirvöld. Það er sérstaklega mikilvægt til dæmis í ljósi þess sem verið er að reyna að troða í gegnum breska þingið, það er auðvitað mjög alvarlegt.“ En þar liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem myndi heimila stjórnvöldum að fylgjast nánast með hverri hreyfingu fólks á netinu. „Fyrst og fremst var hin eiginlega niðurstaða málsins að mannréttindi eiga og eru hin sömu hvort sem það er í hinum stafrænu heimum eða í raunveruleikanum.“
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira