Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um nýja staðsetningu Landsspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2015 12:53 Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?