Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu

Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að éta það sem inni frýs

Það er dauði og djöfuls nauð er dygðum snauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Þessi vísa sem eignuð er Bólu-Hjálmari sækir óneitanlega á hugann í kjölfar eldhúsdagsumræðna á Alþingi

Fastir pennar
Fréttamynd

Opið bréf til nýrra framkvæmdastjóra á Landspítala

Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Svart box í Seðlabankanum?

Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst.

Skoðun
Fréttamynd

Jákvæð teikn á lofti í íslensku vísinda- og nýsköpunarumhverfi

Rannsóknaþing Vísinda- og tækniráðs (VT) var haldið föstudaginn 29. ágúst. Meginefni þingsins var umfjöllun um úttekt á íslensku vísinda- og nýsköpunarumhverfi. Úttektin var framkvæmd af óháðum sérfræðingahóp frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að beiðni íslenskra stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Allt sterka áfengið verði girt af

Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum.

Innlent
Fréttamynd

Fiskistofa: Stássstofa eða stjórnsýsla

Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiðir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórnsýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“.

Skoðun
Fréttamynd

Höfuðstaður Norðurlands

Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Utan vallar: Lausnin fannst í Bern

"Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“

Fótbolti
Fréttamynd

"Ríkisstjórn ríka fólksins“

"Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“

Innlent
Fréttamynd

Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög

Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði ráða hjá lögreglustjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári

Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist

Innlent
Fréttamynd

Landspítali þarf meira fé

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, fagnar því að staðið sé við tækjakaupaáætlun spítalans. Spítalinn sé þó enn að fá um 10% minna fé en hann gerði 2008.

Innlent