Drjúgur meirihluti á móti ríkisstjórninni Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:30 Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira