Áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2015 15:15 Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra. Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra.
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira