Eru bankarnir of stórir? Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2015 14:46 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands mun kryfja málið á hádegisverðarfundinum. Vísir/ÞÞ Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn. Alþingi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn.
Alþingi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira