"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 13:04 Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson. Vísir/Pjetur „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum. Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum.
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira