Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. Innlent 2. apríl 2024 14:10
Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. Innlent 2. apríl 2024 12:11
Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Innlent 2. apríl 2024 11:43
Svandís aftur til starfa á morgun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra snýr aftur til starfa á morgun að loknu veikindaleyfi. Svandís greinir sjálf frá þessu í tilkynningu. Innlent 2. apríl 2024 11:33
Alvarlegur stjórnunarvandi við umsýslu ríkiseigna Enn horfum við upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nú í tengslum við kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Skoðun 2. apríl 2024 10:15
Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Innlent 2. apríl 2024 09:06
Stuðmaður leggst undir feldinn Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Innlent 29. mars 2024 22:18
Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Innlent 29. mars 2024 12:20
Eftirliti með snyrtistofum ábótavant Í kastljósi á RÚV á þriðjudag var fjallað um eftirlit með snyrtistofum vegna hugsanlegs mansals og eftirlits með fagmenntun þeirra sem starfa þar. Snyrtifræði er löggild iðngrein hér á landi og er varin í lögum um handiðnað. Skoðun 28. mars 2024 08:00
Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Innlent 27. mars 2024 21:41
Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Viðskipti innlent 27. mars 2024 18:23
„Trúði því ekki að þetta væri ég“ Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis. Innlent 27. mars 2024 16:08
„Fólk deyr bara á biðlistum“ Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. Innlent 26. mars 2024 21:09
Stjórnmálin koma okkur öllum við Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. Skoðun 26. mars 2024 16:00
Um tímabær áform ráðherra og ótímabært frumhlaup Viðskiptaráðs Menningar- og viðskiptaráðherra birti nýverið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um listamannalaun í samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin fela í sér fyrstu efnislegu endurskoðunina á listamannalaunakerfinu frá setningu núgildandi laga árið 2009. Skoðun 26. mars 2024 15:00
Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Skoðun 26. mars 2024 09:31
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Innlent 25. mars 2024 13:01
Framsókn stendur með bændum og neytendum Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög. Þær miklu umræður sem fylgt hafa í kjölfarið hafa væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni enda hafa stór orð verið látin falla sem eiga ekki öll rétt á sér. Skoðun 25. mars 2024 12:31
Staðan í stjórnmálum vorið 2024 Ég heyri reglulega alls konar greiningar á stjórnmálunum og oftar en ekki þá er ekki öll sagan sögð. Yfirleitt er það annað hvort af því að viðkomandi þekkir ekki öll sjónarmið eða gögn mála eða er einfaldlega bara að flytja ákveðinn pólitískan boðskap. Skoðun 25. mars 2024 11:31
Grímulaus sérhagsmunagæsla Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Skoðun 25. mars 2024 10:30
Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Skoðun 25. mars 2024 06:00
Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. Innlent 24. mars 2024 20:00
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. Innlent 24. mars 2024 16:43
Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Innlent 24. mars 2024 08:44
„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Innlent 23. mars 2024 17:00
Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. Innlent 23. mars 2024 11:26
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Innlent 22. mars 2024 23:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Innlent 22. mars 2024 21:01
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Innlent 22. mars 2024 14:51
Íslenska páskalambið Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Skoðun 22. mars 2024 14:30