Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin

Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir við nýtt frumvarp til fjárlaga

Bæjarstjórn Akureyrar gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga ársins 2017. Furðar bæjarstjórnin sig á því að í frumvarpinu sé ekki tekið tillit til nýrrar samgönguáætlunar sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þagnarskylda eða yfirhylming?

Í 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 segir: "1. Lögreglumönnum og öðru starfsliði lögreglu ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum

Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum

Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag.

Innlent
Fréttamynd

52 dagar

Í dag eru 52 dagar frá alþingiskosningum og það er án nokkurs vafa stjórnarkreppa í landinu. Hins vegar geta falist tækifæri í stöðunni og það er hughreystandi fyrir kjósendur að flokkarnir hafi ekki sveigt frá grunnstefnu sinni í þeim tilgangi að komast í ríkisstjórn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gary Lineker dýrkaði Tólfuna

Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Frammi á gangi

Fyrir aðeins örfáum vikum virtist ekki íslensk sála efast um að eitt brýnasta verk stjórnvalda væri að endurreisa heilbrigðiskerfið. Endurreisa er einmitt orðið sem hvað flestir notuðu, vegna þess að kerfið var einu sinni mun betra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðherra svíkur langveik börn

Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla.

Skoðun