Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 15:44 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð út í ESB á þingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB.
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira