Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 15:44 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð út í ESB á þingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB.
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira