Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 13:15 Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni grænu framboði árið 2013. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19